Garason og álfheimadeildin hans í Borgarbókasafni

Staðlað

IMG_3668Álfabókasafn í horni á jarðhæð Borgarbókasafns Reykjavíkur í miðbænum. Þar opnaði Dalvíkingurinn Gulli Ara í dag ævintýraveröld með sýningu á örbókunum sínum sem hann kennir við álfa.

Sýningin hans er engu lík og skylduverkefni þeirra sem hafa gaman af bókum, handverki og listum að kíkja inn á næstu vikum. Opið verður til 3. júlí og verkin eru til sölu.

Safngestir sem hvorki höfðu heyrt um eða séð álfabækur Gulla ráku upp stór augu og höfðu margt fallegt að segja um myndverkin eða líklega öllu heldur bókverkin hans. Börnin voru ekki hvað síst áköf með stækkunargler á lofti að reyna að finna leyniálfa sem fylgja hverri mynd. Þeir sjást ekki með berum augum. Ákafinn var á stundum slíkur að listamaðurinn var á nálum. Það þarf lítið til að eitthvað fari úrskeiðis í bókahillum álfanna og eins gætt að hafa góða gæslu úr mannheimum á sýningarsvæðinu.

Dalvíkingar sunnan heiða voru drjúgmargir í gestahópnun við opnun sýningarinnar og skyldi nú engan undra. Og meira að segja mætti álfkona að norðan með kleinur handa Gulla og gestaskaranum. Hún heldur til í Gilinu á Akureyri, hefur víst steikt hana honum áður að eigin frumkvæði  og gleymir ekki sínum manni. Kleinurnar hennar eru miklu, miklu minni en sjást í mannheimum en eru samt sagðar býsna stórar miðað við það sem gerist og gengur þi brauðhúsum og á kaffiborðum í álfheimum.

Hvað er stórt og hvað er lítið? Allt er það afstætt. Meira segja er orðið afstætt hvort strax þýði strax eða mælist í hjörlum og kjörtímabilum.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s