Anna Kristín og Glaður heim í Grund með bros og bikar

Staðlað

IMG_3197Hestakonan knáa, Anna Kristín Friðriksdóttir á Grund í Svarfaðardal, sýndi það og sannaði í Skautahöllinni í Reykjavík í kvöld að hún er komin í hóp bestu knapa landsins, einungis tvítug að aldri. Hún atti kappi við marga af bestu knöpum landsins á sterkasta móti sem hún hefur nokkru sinni tekið þátt í og náði þriðja sæti í B-úrslitum eða 8. sæti í heildarkeppninni í ístölti þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks. Lesa meira

Jaxl og fjölfræðingur

Staðlað

Hann titlar sig „Jaxlinn“ á Fésbók en gæti allt eins skráð sig „fjölfræðing“ bæði þar og í símaskránni. Eiginlega er fljótlegra að nefna það sem Dalvíkingurinn Þorsteinn Helgi Guðbjörnsson hefur ekki gert um dagana en það sem hann hefur sýslað við til  að afla sér reynslu, þekkingar og tilheyrandi starfstitla.

Nú um stundir færir hann út kvíar skrifstofuhalds Alþýðusambands Íslands og lífeyrissjóða í Reykjavík en gerir hlé á þeim verkum í nokkrar vikur til að setja saman kvíar fiskeldis í Bíldudal. Og svo styttist í páskafrí á heimaslóðum fyrir norðan. Lesa meira