Fyrstu spilararnir útskrifaðir úr Brúsakademíunni

Staðlað

IMG_2625Brúsakademían nýstofnaða í Álftalandi tók til starfa með tilþrifum í dag og útskrifaði á annan tug spilara eftir nokkurra klukkustunda grunnám í spilamennsku.

Brús er þekkt og spilað á örfáum stöðum á landinu en hvergi af jafnmiklum krafti og í Svarfaðardal.

Þess var til dæmis gætt í Húsabakkaskóla sáluga að helst enginn heimamaður væri þar útskrifaður nema vera líka útlærður brússpilari. Það voru helst krakkar úr öðrum héruðum sem þráuðust við að læra brús á Húsabakka og sumum hverjum tókst sjálfsagt að hverfa á braut brúsþekkingarlausir.

Forsíða kennskugagns Brúsakademíunnar. Á efri myndinni er klórað í Bakkagerði en á þeirri neðri er spilað á sunnudegi á Syðra-Garðshornstúninu.

Brúsakademían er hliðarsjálf Svarfdælasýsls og sett á laggir til að kynna svarfdælska brúsmenningu fyrir börnum Jarðbrúarsystkina sunnan heiða og viðhengjum þeirra. Fæst þeirra höfðu heyrt um brús hvað þá meira, þeirri uppeldisgloppu var útrýmt í dag og mátti ekki seinna vera.

Viku fyrir námskeiðið var dreift til þátttakenda plaggi sem elstu Jarðbrúarbræður tóku saman um spilareglur og mannasiði tengda brússpili, nákvæmlega í anda þess sem þeir sjálfir lærðu brús á sínum tíma framarlega í Tjarnarsókn.

Spilað var á tveimur borðum í stofunni í dag og mannskapur var reyndar til staðar til að manna þriðja spilaborðið og rúmlega það.

Ungviðið var námfúst og áhugasamt,  fljótt að tileinka sér reglur og siði. Spilað var af kappi, nema rétt á meðan hádegishlé varði. Þá var mötuneyti Brúsakademíunnar opið í boði frú Guðrúnar; auðvitað er enginn alvöru akademía starfrækt nema mötuneyti fylgi.

Leiðbeinendur lögðu ríka áherslu á að nemarnir tileinkuðu sér reglurnar bókstaflega og breyttu samkvæmt þeim í hvívetna. Þess hefur orðið vart að sumir vilji beygja og beygla spilareglurnar eða umgangast þær kæruleysislega. Þá úrkynjast auðvitað spilið fljótt og það gengur auðvitað ekki.

Hið eina sem upp á vantaði á þessu fyrsta námskeiði var að ekkert var klórað, sem telst með nokkrum ólíkindum en kambarnir spiluðust bara bara þannig. Allir nemarnir hurfu því á braut með hárið í lagi og órispað höfuðleðrið.

  • Í formálsorðum kennsluplaggs Brúsakademíunnar er vikið nokkuð að spilareglunum og mikilvægi þess að standa vörð um að þær séu virtar undanbragðalaust í smáu og stóru. Múslimar rugla ekki með Kóraninn, Svarfdælingar eiga ekki að rugla með brúsreglurnar:

,,Vagga brúsmenningar heimsins er í Tjarnarsókn í Svarfaðardal og ekki er á neinn hallað þegar fullyrt er að á 20. öld hafi brúsmenningin verið hvað blómlegust í Bakkagerði, í Syðra-Garðshorni, Ytra-Garðshorni og á Bakka. Spilareglurnar í þessari greinargerð eru í samræmi við siði og venjur sem giltu hjá spilurum á þessum bæjum og sem Jarðbrúarbræður hinir elstu námu á sínum tíma í Ytra-Garðshorni. Vaskir spilarar af þremur fyrrnefndum bæjanna voru svo elskulegir að lesa plaggið yfir og koma með ábendingar eða athugasemdir eftir atvikum.

Brús er vissulega spilaður líka á Höfn í Hornafirði, á Grenivík, í Bárðardal og sjálfsagt víðar. Spilurum í öðrum héruðum fyrirgefst að fara ekki nákvæmlega eftir svarfdælskum spilareglum, hafi einhver minniháttar atriði skolast til í brúsflakki á milli landshluta. Svarfælingar sjálfir eiga hins vegar að hafa eitt regluverk í brúsmennsku og fara eftir því í einu og öllu, hvort heldur er í fjölskylduspili í heimahúsum eða á heimsmeistaramótum.

Það stoðar ekki á Ólympíuleikum að mæla langstökk á einum stað í sentimetrum og svo á næstu leikum í tommum. Sama á við um brús og ábyggilegasti mælikvarðinn er því sóttur í þann hluta Tjarnarsóknar þar sem ríkti blómaskeið brúsmenningar á liðinni öld.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s