Brúsakademían nýstofnaða í Álftalandi tók til starfa með tilþrifum í dag og útskrifaði á annan tug spilara eftir nokkurra klukkustunda grunnám í spilamennsku.
Brús er þekkt og spilað á örfáum stöðum á landinu en hvergi af jafnmiklum krafti og í Svarfaðardal.
Þess var til dæmis gætt í Húsabakkaskóla sáluga að helst enginn heimamaður væri þar útskrifaður nema vera líka útlærður brússpilari. Það voru helst krakkar úr öðrum héruðum sem þráuðust við að læra brús á Húsabakka og sumum hverjum tókst sjálfsagt að hverfa á braut brúsþekkingarlausir. Lesa meira