Fyrstu spilararnir útskrifaðir úr Brúsakademíunni

Staðlað

IMG_2625Brúsakademían nýstofnaða í Álftalandi tók til starfa með tilþrifum í dag og útskrifaði á annan tug spilara eftir nokkurra klukkustunda grunnám í spilamennsku.

Brús er þekkt og spilað á örfáum stöðum á landinu en hvergi af jafnmiklum krafti og í Svarfaðardal.

Þess var til dæmis gætt í Húsabakkaskóla sáluga að helst enginn heimamaður væri þar útskrifaður nema vera líka útlærður brússpilari. Það voru helst krakkar úr öðrum héruðum sem þráuðust við að læra brús á Húsabakka og sumum hverjum tókst sjálfsagt að hverfa á braut brúsþekkingarlausir. Lesa meira

Hnjúksarinn Raggi í Ytra-Garðshorni lítur um öxl

Staðlað
Jón Ragnar við stofuglugga heima á Seltjarnarnesi. Það var vetrarlegt um að litast þennan dag marsmánaðar 2014.

Jón Ragnar við stofuglugga heima á Seltjarnarnesi. Það var vetrarlegt um að litast þennan dag marsmánaðar 2014.

Hann reyndi fyrir sér á leiklistarbrautinni og lék hundgá fyrst og símskeytasendil svo í leiksýningum hjá ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði á Þinghúsinu að Grund.

Síðar horfði hann til himins og ætlaði að verða prestur. Hann horfði enn og aftur til himins og valdi þá frekar að fljúga en að gerast andlegur tengliður manna og almættisins.

Jón Ragnar Steindórsson komst þar með á rétta hillu. Lesa meira

Svarfdælskur mars og fjör á Þinghúsinu að Grund vorið 1980

Staðlað

Anna Jóhannsdóttir í Syðra-Garðshorni og Steinar Steingrímsson frá Ingvörum á fullri ferð á gólfinu. Anna var þarna 87 ára og bjó í Dalbæ á Dalvík. DB-mynd: Helgi Már Halldórsson.

Þrettándi dagur aprílmánaðar árið 1980. Vor í lofti í Svarfaðardal. Á Þinghúsinu að Grund dunar dans í kastljósum kvikmyndavéla.

Það er verið að filma svarfdælska marsinn. Upptakan sú er einstök heimild um Svarfdælinga á þessum tíma ekki síður en um dansinn sjálfan. Lesa meira