Blótað og brosað allan hringinn

Staðlað

Þorrablót Suðursvarfdælinga tókst með miklum ágætum og óhætt að segja að gestir hafi brosað allan hringinn við brottför úr Víðidal. Við höfum ekki verið fyrr með samkomur í Fáksheimilinu og í ljós kom að Fáksheimilið hentar afskaplega vel fyrir skrall af þessu tagi.

Menn rata líka hiklaust á vettvang á næstu samkomu, reynslunni ríkari eftir vegvillur gærkvöldsins. Sumir fóru beint í Reiðhöllina og gripu í tómt, aðrir mættu með trogin sín á dýraspítalann en þar var ekki annað að finna en dýralækni með geldingartengur. Svoleiðis tæki eru mestmegnis óþörf á þorrablótum Svarfdælinga.

Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn fór á kostum í embætti veislustjóra. Á myndinni hér til vinstri kemur hann glaðbeittur til blóts. Lesa meira

Söngbækur fá framhaldslíf – opnunarsöngur færður til ættar

Staðlað

bok-1Söngbók Svarfdælinga lá við hvers manns trog eða disk á Svarfdælingablótinu í Víðidal í gærkvöld. Þetta hefti með söngtextum var prentað fyrir um áratug á Dalvík fyrir þáverandi undirbúningsnefnd þorrablótsins á Rimum. Í aðdraganda blótsins á Rimum í ár var prentuð ný söngbók og ætlunin var að senda upplag þeirrar endurvinnslu  pappírs á Akureyri. Tilviljun réð því að upplag söngbókarinnar fór suður í flugi til blótsnefndar í Fáksheimilinu í stað þess að lenda í hremmingum endurvinnslu og gjöreyðingar nyrðra. Lesa meira