Þorrabandið æfir stíft fyrir blótið!

Staðlað

Magni og Kitta taka hressilega á´ðí.

Þorrablót Suðursvarfælinga nálgast óðfluga. Aðgöngumiðar renna út, þorramatur er kominn á innkaupalista væntanlegra gesta og Þorrabandið æfði samviskusamlega í Hljóðfærahúsinu í kvöld.

Nú er að hrökkva eða stökkva. Náum þeim miðum sem eftir eru óseldir …

Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn verður veislustjóri og fær það ábyrgðarhlutverk að halda utan um samkomuna. Hann mun ábyggilega láta reyna á raddböndin í salnum ef að líkum lætur.

Þingmennirnir Valgerður Gunnarsdóttir og Kristján Þór Júlíusson flytja minni karla og kvenna,  ekki samt Sigmundar og Vigdísar Hauks en rétt er að útiloka ekkert.

Praktískt atriði handa þeim sem enn hafa ekki komið því í verk að kaupa miða á blótið:

  1. Staður og stund: Fáksheimililið í Víðidal laugardagskvöldið 15. febrúar.
  2. Húsið opnað kl. 20 og gert er ráð fyrir að ráðast á trogin upp úr kl. 20:30.
  3. Allir leggi með sér mat og drykk á borð en borðbúnaður er á staðnum.
  4. Aðgöngumiðinn kostar 1.500 óverðtryggðar krónur, sem auðvitað jaðrar við að vera viðskiptagrín.
  5. Aðgangseyrinn skal leggja inn á reikning hjá Sindra Heimis, 334-26-1601, kt.: 181164-4419.
  6. Ef greitt er fyrir marga í einu er mjög æskilegt að láta Sindra vita gegnum Fésbókarsíðu Svarfdælinga í Reykjavík eða með tölvupósti á sindrimar@gmail.com. Það er til þess að undirbúningsnefndin hafi gestabókhaldið í lagi.

IMG_1716Þorraband Svardælinga sunnan heiða æfði sig kappsamlega í kvöld fyrir blótið í húsakynnum Hljóðfærahússins við Síðumúla. Það átti nú aldeilis vel við að taka lagið einmitt þarna, innan um hljóðfæri og alls kyns tónlistargræjur í þúsundavís um salargólf og upp um alla veggi.

Tveir úr bandinu voru þarna á heimavelli: Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og píanisti Þorrabandsins og Jón Kjartan Ingólfsson verslunarstjóri og trommari í þetta sinn. Aðrir liðsmenn eru söngkonan Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttrir – Kitta, Magni Gunnarsson gítarleikari og Friðrik Halldórsson bassaleikari.

Þessi sveit er auðvitað eins svarfdælsk og best gerist. Hún hefði allt eins getað staðið á sviði sem fulltrúi þjóðarinnar í Evrópusöngvakeppninni í vor en hefur ekki tök á því að láta til sín taka í úrslitarimmunni í sjónvarpssal á laugardagskvöldið vegna anna við blótsgiggs sveitunga sinna í Fáksheimilinu. Menn úr öðrum héruðum verða því að hlaupa í skarðið í ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s