Tími kominn til að skrá sig til leiks á suðurblóti

Staðlað
Gestir á sunnanblóti 2013.

Gestir á sunnanblóti 2013.

Suðursvarfdælingar flýta sér hægt við að skrá sig á yfirvofandi þorrablót í Fáksheimilinu 15. febrúar. Ástæða er því til að slá í klárinn eða gefa í vagninn og kaupa nú miða ekki seinna en strax!

Við höfum til ráðstöfunar 160 sæti í veislusal hestamanna í Víðidal og gerum ekki ráð fyrir öðru en að sá Svarfaðardalur verði þéttsetinn. Samkoman tókst vel í fyrra og engin ástæða er til að ætla annað en að enn betur takist til í ár.

Tveir góðir á blótinu í fyrra: Júlli Fiskidagskóngur og Stefán Arngrímsson í Ásbyrgi. Sá síðarnefndi er nú fallinn fá og þar er skarð fyrir skildi. Blessuð sé minning góðs drengs.

Tveir góðir á blótinu í fyrra: Júlli Fiskidagskóngur og Stefán Arngrímsson í Ásbyrgi. Sá síðarnefndi er nú fallinn frá og þar er skarð fyrir skildi. Blessuð sé minning góðs drengs.

Dyr Fáksheimilisins verða opnaðar kl. 20 og hafist verður handa við sjálft blótið kl. 20:30. Gestir mæti með mat sinn og drykk. Þeir ganga hins vegar að borðbúnaði vísum á staðnum og þar verður og kaffi að fá.

Tveir Dalvíkingar eiga nú sæti á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi, Valgerður Gunnarsdóttir og Kristján Þór Júlíusson. Þau munu mæla fyrir minni karla og kvenna á samkomunni.

Söngur og tónlist verða áberandi liðir á dagskránni, nú sem fyrr og alls staðar þar sem fulltrúar þessa þjóðflokks af Norðurlandi koma saman.

 Síðast en ekki síst, nauðsynleg og praktísk lokaorð:

  • Aðgöngumiðinn á blótið kostar 1.500 krónur, sem jaðrar við að vera smánarprís.
  • Aðgangseyrir leggist inn á reikninginn 334-26-1601, kt.: 181164-4419 (Sindri Heimisson).
  • Ef greitt er fyrir marga í einu er æskilegt að senda Sindra tölvupóst – sindrimar@gmail.com – og láta vita um fjölda. Hann heldur bókhald yfir gestahópinn.

Ljósmyndir frá þorrablóti Suðursvarfdælinga 2013

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s