Neminn úr Skíðadal bakaði meistarana

Staðlað

Íris Björk með sigurkökuna sína í Sveinsbakaríi fyrir allar aldir í morgun!

Skíðdælingurinn og bakaraneminn Íris Björk Óskarsdóttir kom, bakaði og sigraði í samkeppni um köku ársins 2014 og braut þar með blað á tvennan hátt. Kona hefur aldrei fyrr átt köku ársins og bakaranemi hefur aldrei áður borið sigurorð af meisturum í iðngreininni í þessari sæmdarkeppni. Lesa meira

Djassaður söngfugl svarfdælskrar ættar í Hörpu

Staðlað

ifhFærri komust að en vildu til að hlýða á djasstónleika Ingibjargar Fríðu Helgadóttur og hljómsveitar í Kaldalónssal Hörpu í dag. Þeir sem þurftu frá að hverfa misstu af miklu. Mjög miklu!

Samkoman var í tónleikaröðinni Eflum ungar raddir, sem Efla verkfræðistofa hafði frumkvæði að í vetur með ungum söngvurum í tilefni fertugsafmælis fyrirtækisins 2013. Lesa meira

Blótað og brosað allan hringinn

Staðlað

Þorrablót Suðursvarfdælinga tókst með miklum ágætum og óhætt að segja að gestir hafi brosað allan hringinn við brottför úr Víðidal. Við höfum ekki verið fyrr með samkomur í Fáksheimilinu og í ljós kom að Fáksheimilið hentar afskaplega vel fyrir skrall af þessu tagi.

Menn rata líka hiklaust á vettvang á næstu samkomu, reynslunni ríkari eftir vegvillur gærkvöldsins. Sumir fóru beint í Reiðhöllina og gripu í tómt, aðrir mættu með trogin sín á dýraspítalann en þar var ekki annað að finna en dýralækni með geldingartengur. Svoleiðis tæki eru mestmegnis óþörf á þorrablótum Svarfdælinga.

Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn fór á kostum í embætti veislustjóra. Á myndinni hér til vinstri kemur hann glaðbeittur til blóts. Lesa meira

Söngbækur fá framhaldslíf – opnunarsöngur færður til ættar

Staðlað

bok-1Söngbók Svarfdælinga lá við hvers manns trog eða disk á Svarfdælingablótinu í Víðidal í gærkvöld. Þetta hefti með söngtextum var prentað fyrir um áratug á Dalvík fyrir þáverandi undirbúningsnefnd þorrablótsins á Rimum. Í aðdraganda blótsins á Rimum í ár var prentuð ný söngbók og ætlunin var að senda upplag þeirrar endurvinnslu  pappírs á Akureyri. Tilviljun réð því að upplag söngbókarinnar fór suður í flugi til blótsnefndar í Fáksheimilinu í stað þess að lenda í hremmingum endurvinnslu og gjöreyðingar nyrðra. Lesa meira

Þorrabandið æfir stíft fyrir blótið!

Staðlað

Magni og Kitta taka hressilega á´ðí.

Þorrablót Suðursvarfælinga nálgast óðfluga. Aðgöngumiðar renna út, þorramatur er kominn á innkaupalista væntanlegra gesta og Þorrabandið æfði samviskusamlega í Hljóðfærahúsinu í kvöld.

Nú er að hrökkva eða stökkva. Náum þeim miðum sem eftir eru óseldir … Lesa meira

Reisa álfabókamanns frá Dalvík að Dalatanga

Staðlað

IMG_1269Gulli Ara getur með góðri samvisku skráð sig bókamann í símaskránni. Hann hefur um dagana skrifað bækur og lesið þær nokkrar, skorið út bækur í tré og höggvið í stein. Núna situr hann daginn langan og sérhannar bækur handa álfum en sýnir þær og selur í mannheimum.

Yfir stendur sýning á einstæðum og stórmerkilegu verkum hans í Kaffi Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, til 22. febrúar.

Á árinu 2013 sýndi hann í Amtbóksafninu á Akureyri og á  Seltjarnarnesi. Í maí og júní 2014 sýnir hann í aðalstöðvum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Lesa meira

Þorri krossblótaður á Rimum

Staðlað
Sölvi annálsmeistari og Rósa á Hreiðarsstöðum mæta til blóts.

Sölvi annálsmeistari og Rósa á Hreiðarsstöðum mæta til blóts.

Þorrablót Svarfdælinga á Rimum í Svarfaðardal í ár tókst með afbrigðum vel og reyndar svo vel að ballið virtist ætla að verða endalaust. Hljómsveitin lét blekkjast af sannfærandi hvatningu frá Hlina frá Hofsá, bónda í Svartárkoti í Bárðardal, sem framlengdi ballið í nafni skemmtinefndarinnar og framlengdi síðan framlenginguna með hverju aukalaginu á fætur öðru þar til hin eiginlega nefnd og dyraverðir skárust í leikinn. Þá var komið fram undir fjóstíma á betri bæjum. Lesa meira