Gistihúsið Alba og vatnslitamynd af Bakkagerði

Staðlað
Gestgjafar í Ölbu, Harpa og Þorsteinn, blaða í gestabók gistihússins.

Gestgjafar í Ölbu, Harpa og Þorsteinn, blaða í gestabók gistihússins.

Engin tilviljun er að á vegg í einu herbergi gistihússins Ölbu í Reykjavík hangir vatnslitamynd af Bakkagerði í Svarfaðardal. Annar eigandi hússins er nefnilega Bakkagerðismaður að uppruna og þokar Dalnum meira og meira inn í umhverfi gestanna. Bráðlega fer málverk eftir Vigni Hallgrímsson á Dalvík upp á vegg í öðru herbergi. Hver veit nema áhrifa hins eigandans fari að gæta líka í Ölbu með eins og einni mynd úr Mývatnssveit? Lesa meira