Þorrablót Suðursvarfdælinga 15. febrúar

Staðlað

IMG_0908Þá er það komið á hreint. Svarfdælingar sunnan heiða eru boðaðir til þorrablóts laugardagskvöldið 15. febrúar í Fáksheimilinu í Víðidal.

Nú dregur til tíðinda á höfuðborgarsvæðinu dag eftir dag. Í gær klofnaði meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs, sem er upphafið að því að Hjálmar Dalvíkingur Hjálmarsson verði nýr bæjarstjóri og Gunnar Birgisson forseti bæjarstjórnar með aðsetur í Noregi.

Í kvöld lýsti Sindri Heimisson, heiðursforseti Svarfdælingafélagsins í Reykjavík, því yfir á útifundi sjálfsprottinnar þorrablótsnefndar að blótað skyldi 15. febrúar. Sá atburður átti sér stað úti undir vegg félagsheimilis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal eftir úttekt nefndarmanna á verðandi veislusal og undirritun tilheyrandi leigusamnings.

Salurinn tekur um 160 manns í sæti og er hinn vistlegasti. Þegar hann verður þéttsetinn Svarfdælingum og viðhengjum þeirra um miðjan febrúar þarf að leita lengi að meiri gæðasamkomu, alla vega sunnan hálendis.

Þorrablótsnefndin stuðlar ekki að verðbólgu frekar en neinu öðru illu, aðgangseyrir verður 1.500 krónur – nákvæmlega sama og í fyrra.

Það gekk reyndar ekki andskotalaust að finna sal sem uppfyllti þær kröfur að gestir fengju að hafa með sér eigin mat í trogi og drykk í flösku eða dós. Salurinn við Lækjartorg í Reykjavík hefði verið nánast sjálfgefinn, enda reynsla af honum góð í fyrra. Ásta og Valgeir stuðmaður hafa hins vegar hætt rekstrinum og salurinn er lokaður. Því varð að venda í önnur hús.

Skjól Fáks í Víðidal er góður kostur og bara heimilislegt að hafa reiðmenn á skaflajárnuðum hrossum á ferð allt um kring í kvöldmyrkrinu.

Nú er sem sagt hægt að merkja við á almanakinu með góðri samvisku og hin sjálfsprottna þorrablótsnefnd reynir að finna eitthvað fleira til dundurs en að borða og drekka, þótt það sé út af fyrir sig tilefni samkomunnar. Heiðursforsetinn stakk reyndar upp á að hafa blótið með pönk-yfirbragði í þetta sinn og fá vegabréfsáritun fyrir Pussy Riot til að troða upp. Það hlaut dræmar undirtektir þorrablótsnefndar og forseti varð að draga í land. Vafasamt er líka að Pútín yrði hrifinn, því þá fyrst yrðu nú þessar dömur heimsfrægar ef þær træðu upp á svarfdælsku þorrablóti. Engin stimpill í vegabréf, takk.

Nefndin mun því horfa sér nær. Meira um blótið síðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s