Laugardagsspeki og svarfdælskt manneldi

Staðlað
Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Ríkharði Gestssyni í Bakkagerði var vandi á höndum þegar hann öðlaðist rétt til að klóra séra Stefán Snævarr Vallaprest í brússpili forðum daga. Það var auðvitað ekkert grín að klóra sóknarprestinn sinn sem auk heldur var hárlaus með öllu á kollinum.

Þetta og ótal margt fleira kom til tals á menningarráðstefnu Júlíusar Dan og tveggja elstu Jarðbrúarbæðra á löngum laugardegi í Seljahlíð, heimili aldraðra. Fleiri fengu þar ekki aðgang en þeir þrír fundarboðendur.

Heimsókn til Júlíusar J. Daníelssonar frá Syðra-Garðshorni er upplýsandi, skemmtileg og mannbætandi. Svo margar sögur og vísur kann maðurinn um Svarfdælinga og Svarfaðardal að með ólíkindum er.

Tilefni heimsóknarinnar núna um helgina var að fræðast um brússpilamennsku þar sem bræðurnir í Syðra-Garðshorni og Ytra-Garðshorni og Ríkharður Gestsson í Bakkagerði komu við sögu og fleiri eftir atvikum, til dæmis Vilhjálmur Þórsson á Bakka.

Við höfðum með okkur upptökugræjur til að varðveita frásögn höfðingjast í máli og myndum. Þegar upp var staðið seint á laugardagskveldi hafði minnst verið talað um brús en þeim mun meira um allt mögulegt í sveitasælu Dalsins fyrr og síðar.

Svo ágengur varð sagnarandinn að Júlíus kaus að sleppa kvöldmatnum í Seljahlíð og kvaðst vera mettur af menningunni þegar hann var boðaður til snæðings. Næringarlaus var menningarsamkoman reyndar ekki. Fylgt var ráðleggingum Manneldisráðs um hvernig best yrði brúað bil á milli veisluhalda jóla og áramóta annars vegar og nautnaáts þorrablótanna hins vegar. Hvergi er komið að tómum kofa Svarfdælinga í búvísindum og manneldið er hreint ekki þeirra veikasta hlið í þeim efnum.

Júlíus fékk langafabörnin sín, Þorra og Jöru, í heimsókn.

Júlíus fékk langafabörnin sín, Þorra og Jöru, í heimsókn.

Á menningarráðstefnunni var þess meira að segja vandlega gætt að halda orkubúskap líkamans í fullkomnu jafnvægi með því að leita alþjóðlegra fanga í mat og drykk. Við vorum með vænar flísar af að minnsta kosti þríreyktum fjallasauð Friðriki bónda á Grund í Svarfaðardal og með kjötinu var melóna frá Brasilíu. Melónubitar eru lykilatriði í að brúa jól og blót.

Einhvern vökva þurftu kropparnir líka og þar komu við sögu Guinnes frá Írlandi, Kaldi af Ársskógsströnd og norskt ákavíti frá Björgvin sem farið hafði tvisvar yfir miðbaug í kjalsogi flutningaskips, gutlandi í amerískri trétunnu undan sérríi.

Vandalaust er að vera menningarlegur tímunum saman með slíkan kost innan seilingar.

Júlíus Dan hefur gengið með ljósmyndadellu áratugum saman og afraksturinn er fjöldi

Mynd eftir Júlíus úr Landbúnaðarsögu Íslands, tekin á túninu í Syðra-Garðshorni. Daníel bóndi stendur aftan við rakstrarvélina en á vélinni situr kaupakonan á  bænum, Sólveig Antonsdóttir. Hún varð síðar ,,Solla í bókabúðinni"  eða ,,Solla í Sogni" á Dalvík.

Mynd eftir Júlíus úr Landbúnaðarsögu Íslands, tekin á túninu í Syðra-Garðshorni. Daníel bóndi stendur aftan við rakstrarvélina en á vélinni situr kaupakonan á bænum, Sólveig Antonsdóttir. Hún varð síðar ,,Solla í bókabúðinni“ eða ,,Solla í Sogni“ á Dalvík.

mynda sem eru mikill gleðigjafi og verðmætar heimildir um mannlíf og atvinnuhætti í Dalnum. Nokkrar myndir frá honum prýða nýútkomna Landbúnaðarsögu Íslands, til dæmis fjórar sem birtast með þessum pistli.

Svo eru hér óborganlegar myndir af brússpili í Bakkagerði og Syðra-Garðshorni.

Nýjustu ljósmyndirnar eru hins vegar einungis sólarhringsgamlar. Auður Viðarsdóttir og Önnu Guðrúnar, afabarn Júlíusar, kom í heimsókn með börnin sín tvö, Jöru og Þorra. Þar urðu að sjálfsögðu fagnaðarfundir með langafa, eins og myndirnar sýna glöggt.

Að heimsókn lokinni var fundur settur í Seljahlíð og svarfdælsk menning reifuð. Sýnishorn er birt í myndbandsbútnum sem með fylgir. Margt bendir til að andinn á samkomunni hafi verið af léttara tagi.

Ein athugasemd við “Laugardagsspeki og svarfdælskt manneldi

  1. Mikið er gaman að sjá þetta. Þú verður að fara skrá þetta niður eftir honum. Hann lumar öruglega á mörgum skemmtilegum sögum úr dalnum góða .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s