Laugardagsspeki og svarfdælskt manneldi

Staðlað
Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Ríkharði Gestssyni í Bakkagerði var vandi á höndum þegar hann öðlaðist rétt til að klóra séra Stefán Snævarr Vallaprest í brússpili forðum daga. Það var auðvitað ekkert grín að klóra sóknarprestinn sinn sem auk heldur var hárlaus með öllu á kollinum.

Þetta og ótal margt fleira kom til tals á menningarráðstefnu Júlíusar Dan og tveggja elstu Jarðbrúarbæðra á löngum laugardegi í Seljahlíð, heimili aldraðra. Fleiri fengu þar ekki aðgang en þeir þrír fundarboðendur. Lesa meira

Hollustuver með dalvískar rætur í 101 Reykjavík

Staðlað

IMG_0801Vítamín og alls kyns hollustuvörur í þúsundavís uppi um alla vegi. Það er beinlínis heilsusamlegt að stíga þarna inn fyrir dyr, hvað þá ef menn hverfa af vettvangi með varning í poka og finna áhrifin hríslast um kroppinn næstu daga og vikur. Og svo spillir auðvitað hreint ekki fyrir að verslunin umrædda, Góð heilsa að Njálsgötu 1, hefur fjölskyldurætur á Dalvík. Lesa meira