Ein vika í Louvre-safninu = eitt ár á Sýslinu

Staðlað

Moso_11Gleðilegt nýtt Sýsl-ár! Gaman er og fróðlegt að rýna í yfirlitið sem hýsingarfyrirtæki þessa fyrirbæris á Vefnum sendir frá sér í upphafi árs um gestaganginn á því ári sem nýhorfið er í aldanna skaut. Á daginn kemur að gestir Svarfdælasýsls árið 2013 voru álíka margir og  í Louvre-safninu í París á einni viku, sem telst auðvitað viðunandi í alla staði!Uppgjör ársins 2013 er sem hér segir, samkvæmt yfirliti WordPress.com:

  • IMG_6362Alls bættust 33 greinar og klausur við á Sýslinu  og 448 ljósmyndir.
  • Heimsóknir voru yfir 150.000.
  • Gestir voru frá 55 ríkjum víðs vegar um heiminn, sem telst með nokkrum ólíkindum og sumt er ekki alveg auðvelt að skilja. Til dæmis sáu tugir manna í Indónesíu ástæðu til að kíkja í heimsókn, í Sádí-Arabíu átti Sýslið á annað hundrað hauka í horni og enn fleiri í Tyrklandi, svona til að nefna eitthvað. Flestar heimsóknir að utan voru frá Noregi og Danmörku og skiptu þúsundum úr hvoru landi.
  • 8Gestagangurinn var aldrei meiri á einum sólarhring en 20. september. Frásögnin af útför Villa Þórs á Bakka fékk þá 27.510 heimsóknir sem er aðsóknarmet frá því Sýslið birtist fyrst á Vefnum á fyrri hluta árs 2012.
  • Næstflestar heimsóknir fékk frásögn af útför Ingólfs Júlíussonar  frá Syðra-Garðshorni og síðan kom greinin um snjóflóðið á Auðnum um páska 1953.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s