Úr flugstjórastóli að málaratrönum

Staðlað

Níu ára strákur á Dalvík ákvað gerast flugmaður og stóð við það. Hann flaug um loftin blá áratugum saman til að flytja fólk og varning landshorna eða heimshorna á milli. Svo kom að því að hann steig til jarðar aldurs vegna eftir 40 ára starf sem flugnaður og flugstjóri. Þá söðlaði hann um og tók sér fasta stöðu við málaratrönurnar sínar.

Jóhann Tryggvason er gegnheill Svarfdælingur af Hvarfs- og Krossaættum. Hann málar myndir, sýnir og selur á vinnustofu sinni í Garðabæ. Lesa meira

Gistihúsið Alba og vatnslitamynd af Bakkagerði

Staðlað
Gestgjafar í Ölbu, Harpa og Þorsteinn, blaða í gestabók gistihússins.

Gestgjafar í Ölbu, Harpa og Þorsteinn, blaða í gestabók gistihússins.

Engin tilviljun er að á vegg í einu herbergi gistihússins Ölbu í Reykjavík hangir vatnslitamynd af Bakkagerði í Svarfaðardal. Annar eigandi hússins er nefnilega Bakkagerðismaður að uppruna og þokar Dalnum meira og meira inn í umhverfi gestanna. Bráðlega fer málverk eftir Vigni Hallgrímsson á Dalvík upp á vegg í öðru herbergi. Hver veit nema áhrifa hins eigandans fari að gæta líka í Ölbu með eins og einni mynd úr Mývatnssveit? Lesa meira

Laugardagsspeki og svarfdælskt manneldi

Staðlað
Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Ríkharði Gestssyni í Bakkagerði var vandi á höndum þegar hann öðlaðist rétt til að klóra séra Stefán Snævarr Vallaprest í brússpili forðum daga. Það var auðvitað ekkert grín að klóra sóknarprestinn sinn sem auk heldur var hárlaus með öllu á kollinum.

Þetta og ótal margt fleira kom til tals á menningarráðstefnu Júlíusar Dan og tveggja elstu Jarðbrúarbæðra á löngum laugardegi í Seljahlíð, heimili aldraðra. Fleiri fengu þar ekki aðgang en þeir þrír fundarboðendur. Lesa meira

Hollustuver með dalvískar rætur í 101 Reykjavík

Staðlað

IMG_0801Vítamín og alls kyns hollustuvörur í þúsundavís uppi um alla vegi. Það er beinlínis heilsusamlegt að stíga þarna inn fyrir dyr, hvað þá ef menn hverfa af vettvangi með varning í poka og finna áhrifin hríslast um kroppinn næstu daga og vikur. Og svo spillir auðvitað hreint ekki fyrir að verslunin umrædda, Góð heilsa að Njálsgötu 1, hefur fjölskyldurætur á Dalvík. Lesa meira

Ein vika í Louvre-safninu = eitt ár á Sýslinu

Staðlað

Moso_11Gleðilegt nýtt Sýsl-ár! Gaman er og fróðlegt að rýna í yfirlitið sem hýsingarfyrirtæki þessa fyrirbæris á Vefnum sendir frá sér í upphafi árs um gestaganginn á því ári sem nýhorfið er í aldanna skaut. Á daginn kemur að gestir Svarfdælasýsls árið 2013 voru álíka margir og  í Louvre-safninu í París á einni viku, sem telst auðvitað viðunandi í alla staði! Lesa meira