Níu ára strákur á Dalvík ákvað gerast flugmaður og stóð við það. Hann flaug um loftin blá áratugum saman til að flytja fólk og varning landshorna eða heimshorna á milli. Svo kom að því að hann steig til jarðar aldurs vegna eftir 40 ára starf sem flugnaður og flugstjóri. Þá söðlaði hann um og tók sér fasta stöðu við málaratrönurnar sínar.
Jóhann Tryggvason er gegnheill Svarfdælingur af Hvarfs- og Krossaættum. Hann málar myndir, sýnir og selur á vinnustofu sinni í Garðabæ. Lesa meira