Baráttusaga Ragnars í Laugasteini

Staðlað

IMG_8727Samherjar úr Fylkingunni og forystumenn úr  Alþýðubandalaginu voru áberandi í gestahópi í Máli og menningu í dag þegar Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og ábúandi í Laugasteini í Svarfaðardal, kynnti og áritaði bókina sína, Það skelfur. Þegar gangnamenn í Sveinstaðaafrétt kynntu sína bók á sama stað á dögunum kom fagnaðurinn fram sem jarðhræringar á mælum Veðurstofunnar. Jarðskjálftafræðingurinn var hófstilltari í útgáfugleði sinni, veitti samt vel en hreyfði ekki við jarðskorpunni. Lesa meira