Baráttusaga Ragnars í Laugasteini

Staðlað

IMG_8727Samherjar úr Fylkingunni og forystumenn úr  Alþýðubandalaginu voru áberandi í gestahópi í Máli og menningu í dag þegar Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og ábúandi í Laugasteini í Svarfaðardal, kynnti og áritaði bókina sína, Það skelfur. Þegar gangnamenn í Sveinstaðaafrétt kynntu sína bók á sama stað á dögunum kom fagnaðurinn fram sem jarðhræringar á mælum Veðurstofunnar. Jarðskjálftafræðingurinn var hófstilltari í útgáfugleði sinni, veitti samt vel en hreyfði ekki við jarðskorpunni. Lesa meira

Svarfdælskur doktor í bændafræðum með átta kíló af landbúnaðarsögu á jólamarkaðinn

Staðlað

Fjórar þykkar bækur í stóru broti í kassa; texti, ótal myndir og teikningar á 1.400 blaðsíðum. Aðgengileg framsetning og læsileg. Landbúnaðarsaga Íslands er komin út, gríðarmikið verk og spennandi, saga bændasamfélagsins og atvinnugreinarinnar frá upphafi byggðar til okkar daga. Höfundur texta í tveimur bindanna og myndaritstjóri allra fjögurra er Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, Árni Dan frá Syðra-Garðshorni.  Lesa meira

Krosshólshlátur hljómar stafna á milli í prentsmiðjunni Odda

Staðlað

IMG_8515Sjöundi nóvember er loksins kominn á spjöld mannkynssögunnar. Í dag útskrifaði prentsmiðjan Oddi hf. Krosshólshlátur, sagna- og söngvabrunn gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt í Svarfaðardal, eftir að lokinni prentvinnslu. Höfundurinn, Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn, var viðstaddur fæðinguna og brosti breitt eins og feður gjarnan gera á slíkum stundum. Lesa meira