Samherjar úr Fylkingunni og forystumenn úr Alþýðubandalaginu voru áberandi í gestahópi í Máli og menningu í dag þegar Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og ábúandi í Laugasteini í Svarfaðardal, kynnti og áritaði bókina sína, Það skelfur. Þegar gangnamenn í Sveinstaðaafrétt kynntu sína bók á sama stað á dögunum kom fagnaðurinn fram sem jarðhræringar á mælum Veðurstofunnar. Jarðskjálftafræðingurinn var hófstilltari í útgáfugleði sinni, veitti samt vel en hreyfði ekki við jarðskorpunni. Lesa meira
Mánuður: nóvember 2013
Svarfdælskur doktor í bændafræðum með átta kíló af landbúnaðarsögu á jólamarkaðinn
StaðlaðFjórar þykkar bækur í stóru broti í kassa; texti, ótal myndir og teikningar á 1.400 blaðsíðum. Aðgengileg framsetning og læsileg. Landbúnaðarsaga Íslands er komin út, gríðarmikið verk og spennandi, saga bændasamfélagsins og atvinnugreinarinnar frá upphafi byggðar til okkar daga. Höfundur texta í tveimur bindanna og myndaritstjóri allra fjögurra er Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, Árni Dan frá Syðra-Garðshorni. Lesa meira
Edrú gagnamenn árituðu bækur en svo reis landið á Loka
StaðlaðAldrei hafa jafnmargir svarfdælskir gangnamenn verið jafnvandræðalega prúðir, stilltir og edrú og hjörðin sú sem steig út úr rútu við Mál og menningu föstudaginn 8. nóvember 2013. Komumenn voru eiginlega brjóstumkennanlega brjóstbirtulausir. Lesa meira
Krosshólshlátur hljómar stafna á milli í prentsmiðjunni Odda
StaðlaðSjöundi nóvember er loksins kominn á spjöld mannkynssögunnar. Í dag útskrifaði prentsmiðjan Oddi hf. Krosshólshlátur, sagna- og söngvabrunn gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt í Svarfaðardal, eftir að lokinni prentvinnslu. Höfundurinn, Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn, var viðstaddur fæðinguna og brosti breitt eins og feður gjarnan gera á slíkum stundum. Lesa meira