Dalvískur töframaður á tökkum

Staðlað

19Hafnfirðingar eigna sér hann, alla vega FH-hluti þeirra. Þeir um það en Atli Viðar Björnsson er og verður gegnheill Svarfdælingur. „Töframaðurinn frá Dalvík“ kölluðu þeir hann á dögunum, spekingarnir í Pepsí-mörkunum á Stöð 2 sport, og höfðu vart fulla stjórn á þvaglátum sínum af hrifningu yfir tilþrifum sveitunga vors með knöttinn. Lesa meira

Stuðningsmaður Liverpool nr. 1272 með lög og reglu sín megin

Staðlað

Á AnfieldHöfuðborgarbúar finna til öryggis þegar þeir vita af Dalvíkingum í yfirstjórn lögreglunnar sinnar. Áður var það Bjarki Elíasar, nú Lína Steins. Og svo á Stefán lögreglustjóri ættir að rekja til Hríseyjar. Það er næsti bær við Dalinn. Öllu er því óhætt í landnámi Ingólfs. Lesa meira

Gangnamaður að hinstu stund

Staðlað

Fjölmenni kvaddi Villa Þór frá Bakka við afar sérstaka og eftirminnilega athöfn í Dalvíkurkirkju. Jarðsett var að Tjörn og Dalurinn rammaði inn kveðjustundina í birtu og blíðviðri. Svalt loft. Snjóföl niður undir byggð. Haust og vetur tókust á í fjallshlíðum og seinni göngur rétt handan við hornið. Lesa meira