Tjarnarhjón settu áheyrendamet í Gljúfrasteini

Staðlað

Moso_11Starfsmenn í húsi skáldsins í Mosfellsbæ hafa aldrei upplifað aðra eins aðsókn og í dag þegar Kristjana og Kristján á Tjörn efndu til ljóðatónleika. Það var ekki aðeins þétt setinn Svarfaðardalur í Gljúfrasteini heldur þétt staðinn líka!

Moso_2Þegar skrifari mætti á vettvang hálftíma áður en tónleikarnir hófust var ljóst að meira en lítið stóð til. Bílum var lagt langar leiðir meðfram þjóðveginum og gestir streymdu að. Húnaver um verslunarmannahelgina 1971 kom upp í hugann í troðningnum en að vísu voru gestir þarna bæði eldri og stilltari en fyrir norðan og Tjarnarhjón ekki eins villt á sviði og Trúbrot.

Það var troðið í stofuna eins og unnt var. Staðið allan hringinn með veggjum, forstofan var troðfull líka og setið í stiganum alveg upp á efri hæð. Meira að segja var setið og staðið í eldhúsinu. Alls voru seldir 129 miðar og margir urðu frá að hverfa.

Menn létu þrengslin hreint ekki á sig fá og nutu stórgóðra tónleika sem sveitungar vorir buðu upp á. Áhorfendur voru afar hrifnir og tóku undir í fjöldasöng þegar það átti við. Þetta var alveg mögnuð stund og auðvelt að taka undir með hjónunum sem sögðu stundarhátt á útleiðinni: „Svona dýrðartónleikar eiga heima í Hörpu!“

Auðvitað fylgir því sérstök tilfinning að hlýða á tónlist í stofu Auðar og Halldórs Laxness í Gljúfrasteini. Þarna söng og lék fjöldi heimsfrægra tónlistarmanna fyrir Nóbelsskáldið og gesti hans, til dæmi sellóleikarinn Rostroprovich og baráttusöngkonan Joan Baez. Það þótti hæfilegt að hafa 30 til 40 áheyrendur í stofunni en Auður minntist þess að þarna hafi verið 60 til 70 manns á tónleikum og þá þótti henni yfirfullt hús. Hvað hefði hún þá sagt um skarann sem fyllti neðri hæðina í dag?

Moso_112Hugurinn reikaði í dag til vorsins 1985 þegar þáverandi vinnufélagar á Ríkisútvarpinu, skrifari og Gunnar E. Kvaran, fundu upp á því að leiða saman Halldór Laxness og meistara Megas í Gljúfrasteini til að taka upp samtalsþátt um Passíusálmana fyrir páskadagskrá Útvarpsins. Viðmælendur okkar höfðu aldrei áður átt tal saman. Þeir voru frændur, náðu strax vel saman og gleymdu Moso_111sér í skrafi um heima og geima yfir kaffibollunum þegar upptökum var lokið, sem fæst eru víst ort í anda sunnudagaskóla. Laxness var afar hrifinn af Megasi og þekkti auðheyrilega til ljóða meistarans.

Þetta var ógleymanleg dagstund og í dag bættist við önnur ógleymanleg stund í stofu Gljúfrasteins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s