Björk boðar fagnaðarerindi útsaumsins

Staðlað

IMG_0666.jpg„Útsaumur nærir sálina og jafnast á við hugleiðslu!“ segir Dalvíkingurinn Björk Ottósdóttir, kennari við hönnunar- og handmenntaskólann í Skals á Jótlandi, fáeina kílómetra frá Viborg, vinabæ Dalvíkur í Danmörku. Hún býr sig undir Íslandsferð og ætlar að kenna útsaum á námskeiðum á fimm stöðum á landinu núna í júlí, þar á meðal í heimabyggðinni sinni – að sjálfsögðu (sjá nánar neðst í fréttinni). Lesa meira