Leiðin frá Bárugötu til sendiráðs Scanmar

Staðlað

IMG_6229Dalvíkingurinn Þórir Matthíasson sýslar við það daginn langan að kynna og selja nema fyrir veiðifæri togara, tæknibúnað sem gerir skipstjórnarmönnum mögulegt að horfa á trollið sitt og veiðiskapinn á sjónvarpsskjám í brúnni, í beinni og þráðlausri útsendingu úr djúpinu. Hann er sendiherra Scanmar á Íslandi en afhenti að vísu ekki trúnaðarbréf á Bessastöðum á sínum tíma, enda hefur forsetasetrið akkúrat ekkert að gera með trúnaðarsambandið við alla þá í íslenska flotanum sem eiga, kaupa og nota þessar fínu norsku græjur. Lesa meira

Diplómat með Dalvíkurrætur

Staðlað

IMG_7658Aðsetur norrænu sendiráðanna í Berlín gat alveg verið sendiskrifstofa íslenska hestsins, hvert svo sem var litið innan eða utan dyra. Forsetinn væntanlegur í opinbera heimsókn og heimsmeistaramót íslenska hestsins handan við hornið. Kom svo ekki á daginn að rekstrarstjóri íslenska sendiráðsins er Húsvíkingur með dalvískar rætur en kallar sig Norðlending í nafni diplómatísks hlutleysis.

Lesa meira

Björk boðar fagnaðarerindi útsaumsins

Staðlað

IMG_0666.jpg„Útsaumur nærir sálina og jafnast á við hugleiðslu!“ segir Dalvíkingurinn Björk Ottósdóttir, kennari við hönnunar- og handmenntaskólann í Skals á Jótlandi, fáeina kílómetra frá Viborg, vinabæ Dalvíkur í Danmörku. Hún býr sig undir Íslandsferð og ætlar að kenna útsaum á námskeiðum á fimm stöðum á landinu núna í júlí, þar á meðal í heimabyggðinni sinni – að sjálfsögðu (sjá nánar neðst í fréttinni). Lesa meira