Ingólfur Júlíusson frá Syðra-Garðshorni var kvaddur hinsta sinni í dag í salnum Silfurbergi í Hörpu, tónleika- og ráðstefnuhúsi. Það var einstök athöfn í alla staði og fjölmenn. Ingó fæddist 4. maí 1970. Útförin var með öðrum orðum á afmælisdeginum hans. Hann hefði orðið 43 ára í dag. Lesa meira
Mánuður: maí 2013
Málþing um Jóhann Svarfdæling
StaðlaðFjallað verður um einn af þekktustu sonum Svarfaðardals, Jóhann Kristinn Pétursson, á málþingi á Dalvík núna um helgina. Menn geta þar orðið margs vísari um þennan sveitunga okkar sem var um hríð talinn hæsti maður veraldar, 234 sentimetrar.
Hann fæddist árið 1913 og lést í nóvember 1984, tveimur árum eftir heimkomu frá Bandaríkjunum.
Jóhann Svarfdælingur hvílir í Dalvíkurkirkjugarði. Lesa meira