Loki leggst í víking á YouTube

Staðlað

_MG_5832Kaffihúsið góða á Skólavörðuholtinu, Loki, sýnir sig nú og sannar gagnvart heimsbyggðinni á YouTube. Nýtt kynningarmyndband um Loka var birt þar í dag og fór umsvifalaust að fá spilun – greinilegt að margir Vefverjar gúggla Loka vítt og breitt um heimsbyggðina, eins og dæmin sanna!

Eigendur Loka eru Hrönn Vilhelmsdóttir og Dalvíkingurinn Þórólfur Antonsson.

Kaffihúsið er óformlegt félagsheimili Svarfdælinga sunnan heiða og þess vegna þótti nærtækast að halda sig innan þess hóps við gerð myndbandsins. Matvinnslusvið Svarfdælasýsls sá um upptöku og frumvinnslu myndarinnar en Júlli Jónasar um eftirvinnslu og hljóðsetningu.

Jón Páll Vilhelmsson tók meðfylgjandi ljósmyndir af dýrindis réttum á Loka og Guitar Islancio lagði til tónlistina (Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson, Hjörtur Steinarsson).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s