Auðnaslysið – eftirmáli

Staðlað
Svarfaðardalsmynd eftir Jóhann Sigurðsson frá Göngustöðum.

Svarfaðardalsmynd eftir Jóhann Sigurðsson frá Göngustöðum.

Ýmsir hafa orðið til þess að víkja fróðleiksmolum um snjóflóðið á Auðnum að Svarfdælasýsli eftir umfjöllun um málið í tilefni af því að nákvæmlega 60 ár voru liðin frá slysinu. Þessar upplýsingar skýra atburðarásina og heildarmyndina. Lesa meira

Loki leggst í víking á YouTube

Staðlað

_MG_5832Kaffihúsið góða á Skólavörðuholtinu, Loki, sýnir sig nú og sannar gagnvart heimsbyggðinni á YouTube. Nýtt kynningarmyndband um Loka var birt þar í dag og fór umsvifalaust að fá spilun – greinilegt að margir Vefverjar gúggla Loka vítt og breitt um heimsbyggðina, eins og dæmin sanna! Lesa meira

Heiðmerkurrölt og jólaengill á grein

Staðlað

IMG_7569Hressandi rölt í góðra manna hópi, snemma að morgni laugardags í Heiðmörk, breytir tilverunni umtalsvert. Stóra spurningin í dag var hvort hegrinn væri mættur en ekki hvað Bjarni Ben. myndi segja í Garðabæ. Hegrinn lét ekki sjá sig við tjörnina þar sem hann heldur sig oftast. Hún var ísi lögð og það láta ekki einu sinni hegrar bjóða sér. Lesa meira

Þegar hendir sorg við sjóinn …

Staðlað

kransinnn Óhætt er að segja að við höfum fengið sýnishorn af mismunandi vetrarveðri þegar minnst var sjómanna sem fórust frá Dalvík í páskahretinu mikla, 9. apríl 1963 – fyrir réttum 50 árum. Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í logni, blíðu og sólstöfum þegar lagt var úr höfn á Dalvík kl. 13 í gær. Lesa meira

Minningarathöfn til sjós og lands

Staðlað

Dagur_aprilÖ_1963Þess verður minnst á þriðjudaginn kemur, 9. apríl, að rétt 50 ár eru liðin frá því að ellefu sjómenn fórust í fárviðri við Norðurland, þar af sjö Dalvíkingar í blóma lífsins. Þetta gerðist í dymbilvikunni 1963. Dalvíkingarnir voru af vélbátunum Hafþóri og Val.

Sunnandalvíkingurinn Haukur Sigvalda er frumkvöðull og helsti drifkraftur fjölþættrar minningarathafnar á Dalvík og Eyjafirði. Lesa meira