Sögufélag Svarfdæla stofnað á haustdögum

Staðlað

IMG_4971 Stefnt er að því að stofna Sögufélag Svarfdæla í haust. Hópur manna kom saman að Rimum um helgina til að ræða málin og skipuð var nefnd til að undirbúa næstu skref.

Þórarinn Eldjárn rithöfundur viðraði fyrstur hugmyndina um samtök af þessu tagi og hóaði á dögunum saman nokkrum Suðursvarfdælingum til skrafs á Kaffi Loka, eins og greint var frá hér á vettvangi. Fundurinn um helgina er næsti kapítuli sögunnar um sögufélag og greinilegur áhugi er fyrir því að bindast samtökum, ekki skortir viðfangsefnin.

Hjörleifur Hjartarson, Þórarinn Eldjárn og Sigurlaug Stefánsdóttir skipa undirbúningshóp vegna stofnfundar sem stefnt er að á haustdögum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s