Horft heim að Völlum að morgni páskadags

Staðlað

portrett_webFjallað verður um Velli í Svarfaðardal í hátíðardagskrá kl. 9 að morgni páskadags, 31. mars, á Rás eitt Ríkisútvarpsins. Umsjónarmaður er Svarfdælingurinn Gunnar Stefánsson sem síðar á þessu ári lætur af störfum á RÚV eftir að hafa verið þar í 45 ár, lengst af fastráðinn.

Gunnar ætlar í páskaþættinum að fjalla um fyrri tíðar Vallapresta, meðal annars séra Stefán Þorsteinsson, föðurbróður Jónasar skálds Hallgrímssonar, og Pál Jónsson sálmaskáld. Báðir voru á Völlum á nítjándu öld.

Enn fremur verður lesið upp úr frásögn Sigríðar Thorlacius um Stefán föður sinn Kristinsson, prest á Völlum á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Þá verður endurflutt brot úr útvarpsviðtali frá 1985 við síðasta prestinn á Völlum, séra Stefán Snævarr.

Páskadagsmorgunn í ár verður því svarfdælskur að þessu leyti og þeir sem hafa ekki tök á að hlusta verða að vakta dagskrána til að missa ekki af endurflutningi dagskrárinnar. Svo má auðvitað finna Vallaþáttinn á RÚV-vefnum þegar þar að kemur.

Gunnar Stefánsson er með háskólapróf í íslensku og bókmenntum. Hann hóf feril sinn á Ríkisútvarpinu sem dagskrárþulur árið 1968. Andrés Björnsson útvarpsstjóri kenndi Gunnari í Háskóla Íslands og réði hann til starfa. Tæplega var það tilviljun að Andrés hafði þularstarfið í huga við ráðninguna því Gunnar er með afar góða útvarpsrödd og hafði á þessum tíma öðlast umtalsverða reynslu sem upplesari. Langminnugir gleyma til dæmis ekki upplestri Gunnars á skemmtunum í Ungó á Dalvík fyrir þónokkrum áratugum.

Gunnar var þulur til 1973 eða samfellt í fimm ár. Síðan hefur hann verið dagskrárstjóri, dagskrárfulltrúi eða dagskrárgerðarmaður að undanskildum fáeinum árum sem hann starfaði við kennslu og sem ráðunautur hjá bókaútgáfunni Iðunni. Rétt er að halda því til haga að eigandi Iðunnar var Svarfdælingurinn Valdimar Jóhannsson, einn umsvifamesti bókaútgefandi hérlendis um árabil og faðir Jóhanns Páls, stofnanda Forlagsins og JPV útgáfu.

bokarkapa_webGunnar Stefánsson skrifaði Útvarp Reykjavík, sögu Ríkisútvarpsins 1930-1960 á vegum stofnunarinnar sjálfrar, afar fróðlega og læsilega bók sem kom út hjá Sögufélaginu 1997. Hann hefur einnig ritstýrt Andvara, riti Hins íslenska þjóðvinafélags, skrifað bókmennta- og leiklistargagnrýni í dagblöð um árabil og fengist við þýðingar.

Framundan eru kaflaskil hjá Gunnari og Útvarpinu síðar á þessu ári. Hann hættir sem fastráðinn starfsmaður en ætlar ekki að segja alveg skilið við stofnunina, sem betur fer. Ríkisútvarpið fær áfram að njóta starfskrafta hans í tilteknum verkefnum.

Þegar Gunnar kom til Ríkisútvarpsins 1968 var þar fyrir sveitungi hans, Kristinn Gestsson Hjörleifssonar, tónlistarkennara og kórstjóra á Dalvík, þá starfsmaður  tónlistardeildar.

Þegar Gunnar svo hættir 2013 verður eftir í Efstaleitinu sveitungi hans Sigvaldi Júlíusson dagskrárþulur. Silli heldur áfram uppi svarfdælskum fána í Ríkisútvarpinu.

storGS_web

Gunnar Stefánsson á skrifstofu sinni í Útvarpshúsinu við Efstaleiti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s