Stöðugt rennerí á Loka

Staðlað

loftmyndStundum er erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan eggið eða hænan. Einkum og sér í lagi ef menn reisa ekki ráð sitt og rænu á búvísindum frá Hvanneyri eða Hólum.  Dragast erlendir ferðamenn, sem hingað koma í stórum stíl í vetur, að Kaffi Loka eða koma þeir beinlínis til Íslands vegna Kaffi Loka? Skýringin getur auðvitað verið bland af hvoru tveggja.Erlendir ferðamenn í Reykjavík í vetur eru fleiri en nokkru sinni fyrr og fjöldinn allur úr þeim hópi heimsækir Loka, þetta fyrirtaks veitingahús og óformlega félagsheimili Svarfdælinga á Skólavörðuholti. Hallgrímskirkja er í örskotsfjarlægð, fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á Íslandi. Það er gagnkvæmt lán Loka, útlendinganna og guðshússins.

Erlendum gestum á Loka fjölgaði um tugi prósenta í janúar og febrúar miðað við sömu mánuði í fyrra. Og heimafólk skynjar vel að margir mæta vel lesnir um staðinn í  erlendum blöðum og tímaritum, Má líka vera að mann hafi séð Loka getið á vefsíðum fyrir væntanlega Íslandsfara eða áhugafólk um áhugaverða veitingastaði í veröldinni. Það kom til dæmis nýlega á daginn að Loka er gert hátt undir höfði á þekktum ferðamálavefsíðum í Suður-Kóreu og Japan, sem kann að skýra greinilegan áhuga fólks úr þeim hornum heimsins.

Eigin reynsla og upplifun er besta auglýsingin. Skrifari þessara lína var á Loka á dögunum, einu sinni sem oftar. Þar var þá statt erlent par í hádegismat, mætt í þriðja sinn í nokkurra daga Íslandsheimsókn. Annað erlent par kvaddi eftir hádegishressinguna með því að panta borð fyrir kvöldverðinn þann sama dag! Svo mætti áfram telja.

Loki er sem sagt í góðum málum og stendur vel undir öllu því lofi sem á hann er hlaðið í heimspressunni.

loki

Loki er líka gallerí! Núna sýnir þar Sigrún Jónsdóttir akrýl-, olíu- og vatnslitamyndir. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s