Föstudagurinn langi 1953 var óvenju langur og dimmur í svarfdælskri sögu. Hann bar upp á 3. apríl. Síðdegis féll gríðarmikið snjóflóð á bæinn Auðnir í Svarfaðardal, molaði öll hús á jörðinni og stöðvaðist ekki fyrr en niður undir Svarfaðardalsá. Tveir heimamenn fórust en tveimur var bjargað lifandi. Nær allur bústofninn fórst. Björgunarstarfið var mikil þrekraun og jafnframt andlegt áfall þeirra sem að komu. Þeir sem rifja upp hamfaradaginn nú, sex áratugum síðar, segja að atburðurinn sitji í sér og þeir hafi aldrei náð sér almennilega eftir lífsreynsluna skelfilegu. Lesa meira
Mánuður: mars 2013
Svarfdælskur mars – sýnishorn af samkvæmisleik
StaðlaðHápunktur menningarhátíðarinnar Svarfdælskur mars um helgina var að sjálfsögðu sjálfur svarfdælski marsinn í félagsheimilinu Rimum á laugardagskvöldið; langur og viðburðaríkur samkvæmisleikur eða raunar DANSLEIKURINN eini og sanni. Góðir gestir mættu úr grannbyggðum, til dæmis pör frá Akureyri og úr Hörgárdal. Dansinn dunaði svo um munaði. Lesa meira
Sögufélag Svarfdæla stofnað á haustdögum
Staðlað Stefnt er að því að stofna Sögufélag Svarfdæla í haust. Hópur manna kom saman að Rimum um helgina til að ræða málin og skipuð var nefnd til að undirbúa næstu skref. Lesa meira
Hvíta teppið yfir Dalnum væna
StaðlaðÞað var svo sem búið að segja mér að mikill snjór væri í Svarfaðardal og á Dalvík en samt kom fannfergið á óvart. Ég renndi í dag fram að Þorsteinsstöðum, fremst í Svarfaðardal (innst í dalnum, fyrir þá sem þannig vilja taka til orða) og fór um Dalvík.
Myndirnar tala sínu máli. Golfáhugamenn horfi sérstaklega á myndina af golfskálanum á Arnarholtsvelli og umhverfi hans. Hjörtu þeirra hljóta að taka aukaslög …
Íslandssagan í hnotskurn en Svarfdælasaga (að sjálfsögðu) í öndvegi
StaðlaðEva María Jónsdóttir fjölmiðlakona fór á kostum í Bergi á Dalvík í dag í umfjöllun sinni um Svarfdælasögu, efnivið sem hún til rannsóknar fyrir háskólaritgerð á sínum tíma en segist síðan þá hafa fáa fundið til að ræða við um! Sjálf hafði hún aldrei komið á söguslóðir Svarfdælu fyrr en í dag og fór sveitarhringinn með Svanfríði sveitarstjóra Jónasdóttur. Lesa meira
Væntanlegur bautasteinn við Dalvíkurhöfn tekur á sig mynd
StaðlaðJón Adolf Steinólfsson líktist fremur sendimanni eiturefnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en listamanni þegar að honum var komið í sólskinsbirtu í iðnaðarhverfi í Kópavogi í dag. Hann er langt kominn með sinn þátt í bautasteini til minningar um sjö Dalvíkinga sem fórust í sjóslysunum miklu 9. apríl 1963. Frumkvöðullinn að þessu mikla framtaki var ekki langt undan. Haukur Sigvaldason tekur síðan við; setur koparstafi á steininn og býr gripinn undir heimferð til Dalvíkur. Lesa meira
Horft heim að Völlum að morgni páskadags
StaðlaðFjallað verður um Velli í Svarfaðardal í hátíðardagskrá kl. 9 að morgni páskadags, 31. mars, á Rás eitt Ríkisútvarpsins. Umsjónarmaður er Svarfdælingurinn Gunnar Stefánsson sem síðar á þessu ári lætur af störfum á RÚV eftir að hafa verið þar í 45 ár, lengst af fastráðinn. Lesa meira
Svarfdælskir fræða- og sögunördar krunka saman
StaðlaðNokkrir áhugamenn um svarfdælska sögu og fræði hittust á Kaffi Loka í Reykjavík 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, til að ræða stofnun svarfdælsks sögu- og fræðafélags. Þórarinn Eldjárn átti frumkvæði að spjallsamkomunni og næsta skref verður að líkindum stigið í Bergi á Dalvík á sunnudaginn kemur, á fundi sem er meðal dagskrárliða á Svarfælskum marsi.
Lesa meira
Stöðugt rennerí á Loka
StaðlaðStundum er erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan eggið eða hænan. Einkum og sér í lagi ef menn reisa ekki ráð sitt og rænu á búvísindum frá Hvanneyri eða Hólum. Dragast erlendir ferðamenn, sem hingað koma í stórum stíl í vetur, að Kaffi Loka eða koma þeir beinlínis til Íslands vegna Kaffi Loka? Skýringin getur auðvitað verið bland af hvoru tveggja. Lesa meira