Vér skynjum vel að ýmsir eru til í að heyra fleiri tón- og taldæmi af blóti Suður-Svarfdælinga á föstudagskvöldið og sjálfsagt er að verða við því! Kristján Vigfússon og Elsa Heimisdóttir fóru á kostum í minni kvenna og karla. Friðrik Ómar átti flottan söngsprett og Valgeir Stuðmaður sló ekki síður í gegn í kynningum og spjalli en í tónum. Gleymum ekki þorrablótsbandinu góða. Hér eru sýnishorn af því sem allir þessir snillingar höfðu fram að færa …