Starfsmenn Dalbæjar á Dalvík birtust um miðnæturbil á þorrablóti Suður-Svarfdælinga við Lækjartorg og áttu eftirminnilega lokatóna á samkomunni. Hér syngja þeir Dal einn væntan ég veit … og Dalvíkin er draumablá …Valgeir Stuðmaður og staðarhaldari í Nema forum, þar sem við blótuðuðum, gat ekki stillt sig um að grípa hljóðnemann að l0knum söng Dalbæinga.
Myndbandið hefst hins vegar á tónaflóði frá þorrablótsbandinu okkar. Í framlínu þess er Kitta – Aðalheiður Kristín Jóhannsdóttir. Með henni tók lagið Tjarnardívan Kristjana Arngrímsdóttir, gestasöngvari bandsins.
Þorrablótsbandið skipa Jón Kjartan Ingólfsson, Magni Magni Friðrik Gunnarsson, Sindri Heimis og Sverrir Þorleifsson.