Þorrablót Svarfdælinga sunnan heiða – niðurtalning hafin!

Staðlað

Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér aðgöngumiða á þorrablót Suður-Svarfdælinga í Nema Forum við Lækjartorg í Reykjavík á föstudagskvöldið kemur, 22. febrúar. Þetta verður örugglega hin besta samkoma í sérlega notalegum veislu- og menningarsölum Ástu og Valgeirs Stuðmanns. Hafið nú snar handtök og tryggið ykkur miða, með því að …

… borga 1.500 krónur fyrir hvern pantaðan miða inn á reikning 334-03-405448 kt: 181164-4419 og láta síðan af ykkur vita á Fésbók Sunnan-Svarfdælinga.

Þar með eruð þið komin með annan fót inn fyrir þröskuld blótsins og ekki nema formsatriði að klára dæmið á föstudagskvöldið.

Fólk mætir sjálft með matinn og einnig drykki en seldur er bjór og léttvín á staðnum fyrir þá sem nenna ekki að burðast með ölið með sér.

Allur borðbúnaður verður þarna fyrirliggjandi og þjónusta við að hreinsa af borðum og ganga frá.

Af dagskránni er það að segja að Kristján Vigfússon mælir fyrir minni kvenna og Elsa Heimisdóttir fyrir minni karla.

Fleira verður til gamans gert sem óþarfi er að tíunda hér, það eitt að Svarfdælingar hittist er næg skemmtun í sjálfu sér. Hitt er bónus.

Þorrablótshljómsveit hefur verið sett á laggir: Jón Kjartan Ingólfsson, Magni Magni Friðrik Gunnarsson, Sindri Heimisson og Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir. Sverrir Þorleifsson slær taktinn.

Logi Kjartansson leikur ljúfa tónlist á píanó á meðan gestir streyma að og koma sér fyrir.

Sum sé, ekki eftir neinu að bíða. Og nú skal þorranum pakkað saman með trukki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s