Vér skynjum vel að ýmsir eru til í að heyra fleiri tón- og taldæmi af blóti Suður-Svarfdælinga á föstudagskvöldið og sjálfsagt er að verða við því! Kristján Vigfússon og Elsa Heimisdóttir fóru á kostum í minni kvenna og karla. Friðrik Ómar átti flottan söngsprett og Valgeir Stuðmaður sló ekki síður í gegn í kynningum og spjalli en í tónum. Gleymum ekki þorrablótsbandinu góða. Hér eru sýnishorn af því sem allir þessir snillingar höfðu fram að færa … Lesa meira
Mánuður: febrúar 2013
Tóndæmi af þorrablóti Suður-Svarfdæla 2013
StaðlaðStarfsmenn Dalbæjar á Dalvík birtust um miðnæturbil á þorrablóti Suður-Svarfdælinga við Lækjartorg og áttu eftirminnilega lokatóna á samkomunni. Hér syngja þeir Dal einn væntan ég veit … og Dalvíkin er draumablá … Lesa meira
Þorrablót Svarfdælinga sunnan heiða – niðurtalning hafin!
StaðlaðNú eru síðustu forvöð að tryggja sér aðgöngumiða á þorrablót Suður-Svarfdælinga í Nema Forum við Lækjartorg í Reykjavík á föstudagskvöldið kemur, 22. febrúar. Þetta verður örugglega hin besta samkoma í sérlega notalegum veislu- og menningarsölum Ástu og Valgeirs Stuðmanns. Hafið nú snar handtök og tryggið ykkur miða, með því að … Lesa meira