Frásögnin með yfirskriftinni Baráttukveðja til Unnu Maju frá 30. apríl er efst á lista yfir það efni á Svarfdælasýsli sem flesta lesendur fékk á árinu 2012. Þetta kemur fram í yfirliti frá hýsingarfyrirtæki Sýslsins í dag. Flesta lesendur á einum sólarhring fékk hins vegar grein um bautastein og heimildarmynd um sjóslys við Norðurland frá 18. nóvember.
Svarfdælasýslið hóf göngu sína á Vefnum í mars með bjórkvöldi Svarfdælinga á veitingahúsinu Loka. Fréttir og frásagnir eru orðnar alls 45 talsins og lesendur er að finna í alls 50 löndum (!). Flestir eru að sjálfsögðu á Íslandi og þar næst koma Danmörk og Noregur.
Listinn yfir frásagnir sem flesta lesendur fengu lítur annars þannig út:
Baráttukveðja til Unnu Maju.
- Bautasteinn og heimildarmynd um mannskaðaveðrið við Norðurland 1963.
- Ragga ljósmyndari og fólkið í landinu.
- Endurreisnarmálarinn frá Tjörn.
- Döllurnar frá Dalvík.
Svarfdælasýsl þakkar lesendum samfylgdina og óskar þeim velfarnaðar á nýju ári!