Davíð og Jónas þenja dragspilin

Staðlað
Davíð og Jónas. © Júlíus Jónasson.

Davíð og Jónas. © Júlíus Jónasson.

Svarfdælasýsli áskotnaðist í dag mynd í framhaldi af umfjöllun um Davíð Sigurðsson, smið og harmónikkuleikara. Hún er úr safni Jónasar Hallgrímssonar og telst sannarlega vera fundinn fjársjóður.

Þegar Júlíus Jónasson las um nikkarann á Sýslinu rámaði hann í að hafa rekist á mynd af Davíð í ljósmyndasafni föður síns. Og mikið rétt. Myndin fannst og hér er hún.

Davíð Sigurðsson til vinstri og Jónas Hallgrímsson, betur þekktur sem Jónas á Bílaverkstæðinu (á Dalvík), til hægri. Davíð er þarna með eldri nikkuna sína, þá fyrri sem hann eignaðist.

Davíð og Jónas. © Júlíus Jónasson.

Davíð og Jónas. © Júlíus Jónasson.

Trúlegt er að Jónas hafi fengið einhvern til að smella af myndavélinni sinni. Gildir einu hver ljósmyndarinn var, myndin sjálf er afskaplega skemmtileg og verðmæt. Hún gæti verið tekið um eða upp úr 1930 og staðurinn er óviss, ef til vill Þinghúsið að Grund.

Jónas var frá Melum, þar sem tónlistarlífið blómstraði og heimafólk spilaði á harmónikku eða orgel. Júlli man eftir að hafa heyrt föður sinn segja að þeir Davíð hafi gert talsvert af því að spila saman á böllum í heimabyggðinni, bæði í Svarfaðardal og á Dalvík, líklega á árabilinu 1930-1950.

Jónas spilaði líka einn fyrir dansi og fór víða. Júlli segir að hann hafi meira að segja verið ferjaður yfir á Svalbarðseyri í þeim erindagjörðum. Menn lögðu mikið á sig til að skemmta fólki á þeim tíma!

Þökk sé Júlíusi Jónassyni fyrir að leyfa Sýslinu að deila þessari mynd með fleirum. Sannast enn og aftur að margt merkilegt leynist í ljósmyndasafni Jónasar á verkstæðinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s