Loki braut ísinn eins og jötni er lagið

Staðlað

sjoslys_lokiHrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, voru fyrst til að styrkja minningarverkefnin um sjóslysin við Norðurland 1963 með fjárframlagi. Kemi ehf. í Reykjavík hefur sömuleiðis styrkt verkefnin myndarlega.

Hrönn og Þórólfur afhentu á dögunum aðstandendum væntanlegs bautasteins við Dalvíkurhöfn og heimildarkvikmyndar um sjóslysin miklu 100.000 krónur.

Þórólfur er Dalvíkingur og segir framtak Hauks, Maríu og Stefáns frábært:

Þetta snertir mig, enda man ég vel eftir sjóslysunum og þekki afleiðingar þeirra. Mér þótti sjálfgefið að leggja málefninu lið og vonast auðvitað til þess að öflug fyrirtæki við Eyjafjörð geri slíkt hið sama, ekki síst þau sem tengjast sjávarútvegi og þjónustu við hann!

Þá hefur Kemi ehf. í Reykjavík lagt 50.000 krónur í söfnunina. Kemi selur smurolíur, feiti, hreinsiefni, öryggisvörur og fleira. Framkvæmdastjóri þar á bæ er Dalvíkingurinn Jón Viðar Óskarsson.

Það verður því ekki annað sagt en að „dalvísk“ fyrirtæki fyrir sunnan gefi tóninn! Mun meira þarf samt til að koma, enda er þetta býsna mikið fyrirtæki og dýrt eftir því.

Af verkefnunum sjálfum er það helst að frétta að gert er ráð fyrir að halda áfram upptökum kvikmyndaefnis á Dalvík núna í desember. Þá vinnur listamaðurinn Jón Adolf Steinólfsson að því að hanna myndina sem hann hyggst klappa í grjótið.

  • Rétt er að minna á söfnunarreikninginn, 0302-13-133 – kt. 170144-7919. Hann er á nafni Ásgeirs Pétur Ásgeirssonar lögmanns og trúnaðarmanns söfnunarinnar.

Bautasteinn verður afhjúpaður við Dalvíkurhöfn 9. april 2013 þegar nákvæmlega hálf öld verður liðin frá sjóslysunum miklu við Norðurland, í dymbilvikunni 1963. Ellefu sjómenn fórust, þar af sjö Dalvíkingar í blóma lífsins.

Stefnt er að frumsýningu heimildarmyndarinnar í tengslum við Fiskidaginn mikla á Dalvík á sumri komanda.

María Jónsdóttir, handritshöfundur myndarinnar, lýsir eftir myndefni frá Dalvík frá þessum tíma, ekki síst kvikmyndabútum sem menn kunna að luma á. Hún vill líka gjarnan frétta af fólki sem á föt frá upphafi sjöunda áratugarins, bæði á fullorðna og 5-8 ára börn. Fötin kæmu sér vel í leiknum atriðum sem gert er ráð fyrir að taka upp í lokin til að tengja saman myndbrot og frásagnir í eina heild.

  • Ef lesendur telja sig geta uppfyllt einhverjar þessara óska hafi þeir vinsamlegast samband við Maríu í síma 897 6027.
Fyrsta stuðningsframlagið afhent, 100.000 krónur. Frá vinstri: Hrönn  Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka; María Jónsdóttir, Stefán Loftsson og Haukur Sigvaldason.

Fyrsta stuðningsframlagið afhent, 100.000 krónur. Frá vinstri: Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka; María Jónsdóttir, Stefán Loftsson og Haukur Sigvaldason.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s