Morgunhanar í laufabrauðsgerð

Staðlað

IMG_3785Laufabrauðsgerð er oftast nær verkefni sem menn ráðast í um hádegisbil eða svo og teygja fram eftir degi eða til kvölds. Drjúg eru hins vegar morgunverkin, líka í laufabrauðskurði. Skrifari Sýslsins kom í hús í Furugerði um ellefuleytið að morgni fullveldisdagsins 1. desember. Þá voru húsráðendur að ljúka við að skera 100 kökur og gera klárar til steikningar. Það þarf Norðlendinga til að afreka slíkt.

IMG_3786Davíð Jóhannsson og Þórdís Sigtryggsdóttir tóku sum sé daginn snemma þegar þau réðust á stafla af laufabrauðskökum til skera í þær eftir kúnstarinnar reglum. Hann notaði flugbeittan dúkahníf, hún laufabrauðsjárn og smáhníf úr búi föður síns á Húsavík.

IMG_3799Kökurnar fengu þau sendar sem fyrr frá Daglegu brauði ehf. við Frostagötu á Akureyri. Davíð hefur grun um að uppskriftin eigi sér rætur að einhverju leyti í laufabrauðinu sem Einar Jónsson og félagar bjuggu til forðum daga í Brauðgerð KEA.

Davíð er Svarfdælingur í föðurætt, sonur Jóhanns Sigurðssonar smiðs frá Göngustöðum og Brynhildar Kristindóttur frá Húsavík. Systkin Jóhanns voru Steinunn – Nunna í Dröfn; Engilráð á Bakka; Jonni á Sigurhæðum; Jarðbrúar-Rannveig; Davíð, smiður og harmoníkuleikari á Dalvík; og Páll málari á Dalvík.

furug_10Jóhann var yngstur þeirra systkina og þau Brynhildur bjuggu á Akureyri. Hann hlúði alla tíð vel að svarfdælskum rótum sínum og gaman var að sjá málverk af dalnum eftir hann á vegg hjá Davíð. Jóhann málaði hana um áttrætt, þá á listnámskeiði hjá syni sínum, Kristni G. Jóhannssyni, listmálara á Akureyri.

IMG_3798Steiking hófst sem sagt um hádegisbil í ranni Davíðs og Þórdísar. Það er síðan til siðs á heimilinu að ljúka laufabrauðsdögum með því að bera hangikjöt og nýsteikt laufabrauð á kvöldverðarborðið. Ekki var brugðið út af venjunni nú frekar en fyrri daginn. Kaldi drukkinn með, að sjálfsögðu. Þetta hlýtur að teljast fullkomin byrjun á aðventunni 2012.

Ein athugasemd við “Morgunhanar í laufabrauðsgerð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s