Unna Maja og bautasteinsmálið efst á vinsældalista ársins

Staðlað

bauti2 Frásögnin með yfirskriftinni Baráttukveðja til Unnu Maju frá 30. apríl er efst á lista yfir það efni á Svarfdælasýsli sem flesta lesendur fékk á árinu 2012. Þetta kemur fram í yfirliti frá hýsingarfyrirtæki Sýslsins í dag. Flesta lesendur á einum sólarhring fékk hins vegar grein um bautastein og heimildarmynd um sjóslys við Norðurland frá 18. nóvember. Lesa meira

Af skrautlegum prestum í Svarfaðardal

Staðlað
Tjarnarkirkja. Mynd: Árni Hjartarson.

Tjarnarkirkja. Mynd: Árni Hjartarson.

Senn kemur hann faðir okkar og ber hana mömmu og drepur okkur öll,“ kváðu börn séra Jóns, prests á Tjörn og síðar Völlum. Sögufélagið gaf út Blöndu, rit með gömlum og nýjum fróðleik, á árunum 1924 til 1927. Þar er að finna sagnir af skrautlegum prestum Svarfdælinga, sumt skrásett af Þorsteini Þorsteinssyni á Upsum. Sýslið lagðist í grúsk í tilefni jóla. Lesa meira

Loki braut ísinn eins og jötni er lagið

Staðlað

sjoslys_lokiHrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, voru fyrst til að styrkja minningarverkefnin um sjóslysin við Norðurland 1963 með fjárframlagi. Kemi ehf. í Reykjavík hefur sömuleiðis styrkt verkefnin myndarlega. Lesa meira