Unna Maja og bautasteinsmálið efst á vinsældalista ársins

Staðlað

bauti2 Frásögnin með yfirskriftinni Baráttukveðja til Unnu Maju frá 30. apríl er efst á lista yfir það efni á Svarfdælasýsli sem flesta lesendur fékk á árinu 2012. Þetta kemur fram í yfirliti frá hýsingarfyrirtæki Sýslsins í dag. Flesta lesendur á einum sólarhring fékk hins vegar grein um bautastein og heimildarmynd um sjóslys við Norðurland frá 18. nóvember. Lesa meira

Af skrautlegum prestum í Svarfaðardal

Staðlað
Tjarnarkirkja. Mynd: Árni Hjartarson.

Tjarnarkirkja. Mynd: Árni Hjartarson.

Senn kemur hann faðir okkar og ber hana mömmu og drepur okkur öll,“ kváðu börn séra Jóns, prests á Tjörn og síðar Völlum. Sögufélagið gaf út Blöndu, rit með gömlum og nýjum fróðleik, á árunum 1924 til 1927. Þar er að finna sagnir af skrautlegum prestum Svarfdælinga, sumt skrásett af Þorsteini Þorsteinssyni á Upsum. Sýslið lagðist í grúsk í tilefni jóla. Lesa meira

Loki braut ísinn eins og jötni er lagið

Staðlað

sjoslys_lokiHrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, voru fyrst til að styrkja minningarverkefnin um sjóslysin við Norðurland 1963 með fjárframlagi. Kemi ehf. í Reykjavík hefur sömuleiðis styrkt verkefnin myndarlega. Lesa meira

Morgunhanar í laufabrauðsgerð

Staðlað

IMG_3785Laufabrauðsgerð er oftast nær verkefni sem menn ráðast í um hádegisbil eða svo og teygja fram eftir degi eða til kvölds. Drjúg eru hins vegar morgunverkin, líka í laufabrauðskurði. Skrifari Sýslsins kom í hús í Furugerði um ellefuleytið að morgni fullveldisdagsins 1. desember. Þá voru húsráðendur að ljúka við að skera 100 kökur og gera klárar til steikningar. Það þarf Norðlendinga til að afreka slíkt. Lesa meira

„Dalvíkurgrenitréð“ í Heiðmörk fært í jólaskrúðann

Staðlað

IMG_3706Hópur fólks fetar sig áfram eftir fljúgandi hálli skógargötu í svartamyrkri og hellirigningu í Heiðmörk. Ein ber stiga, annar borð. Hinir selflytja litfagrar kúlur og annað skraut sem kennt er við jól. Það á að færa tiltekið grenitré í jólaskrúða einu sinni enn og lýsa þannig upp tilveruna í tilefni komandi hátíða. Þetta dytti engum í hug að gera nema Dalvíkingum. Lesa meira