Bautasteinn og heimildarmynd um mannskaðaveðrið við Norðurland 1963

Staðlað

Hinn 9. apríl 2013 verður nákvæmlega hálf öld liðin frá því mannskætt fárviðri varð ellefum sjómönnum norðanlands að aldurtila, þar af sjö Dalvíkingum í blóma lífsins. Sjómönnunum frá Dalvík verður af þessu tilefni reistur bautasteinn fremst á norðurgarði hafnarinnar og unnið er að heimildarmynd um sjóslysin. Lesa meira

Ragga ljósmyndari og fólkið í landinu

Staðlað

Góður portrettsmiður nær langt inn fyrir skinn fyrirsætunnar og birtir okkur sjálfan karakterinn ljóslifandi. Það tekst Ragnheiði Arngrímsdóttur svo sannarlega í bókinni sinni sem kom út í dag og kynnt var með bravúr í teiti í Máli og menningu. Lesa meira

Endurreisnarmálarinn frá Tjörn

Staðlað

Þrándur Þórarinsson Hjartarsonar frá Tjörn og Katjönu opnaði í dag málverkasýningu í húsinu sem hýsti áður Óperuna í Reykjavík. Myndlistin er mögnuð og umgjörð sýningarinnar aðlaðandi. Þetta er ekki sýningarsalur í venjulegum skilningi heldur betri stofur með tilheyrandi húsgögnum og andrúmslofti. Lesa meira

Anna frá Grund tekst á við sorgina og horfir fram á veginn

Staðlað

Anna Stefánsdóttir frá Grund í Svarfaðardal vann markvisst að því árum saman að búa sig undir að draga sig í hlé á vinnumarkaðinum og gerast heimsóknarvinur á vegum Rauða krossins í Kópavogi. Hún hefur frekar sóst eftir áskorunum af ýmsu tagi í lífinu en hitt en stóð svo skyndilega frammi fyrir langstærstu áskoruninni í júlí í fyrra þegar hún missti eiginmanninn eftir bílslys. Lesa meira

Handlaginn snikkari og sinnar gæfu smiður

Staðlað

Tveir álitlegir sveinar skráðu sig um svipað leyti á samning hjá Þóri Pálssyni, húsasmíðameistara á Dalvík, þegar vel var liðið á 20. öldina og tóku til við að læra smíðar. Enn eru þeir að trúir köllun sinni, annar fyrir norðan en hinn fyrir sunnan. Þeir ætluðu að verða snikkarar þegar þeir yrðu stórir og urðu það. Sá síðarnefndi er reyndar búinn að fara bæði út (Osló) og suður (Reykjavík) með verkfæratöskuna sína. Hinn fór verkfæralaus til Hawaii að skoða hross og staldraði stutt við. Lesa meira