Bjarni Ben. og Steingrímur J. boðnir upp til styrktar Ingó frá Syðra-Garðshorni

Staðlað

Stjórnmálaforingjarnir Bjarni Ben. og Steingrímur Joð takast á með orðum í vinnunni svona dagsdaglega en ljósmyndarinn GeiriX fékk þá til að sitja fyrir í sjómanni, gaf myndina til uppboðs á Hótel Borg í kvöld til stuðnings Ingólfi Júlíussyni – Ingó, ljósmyndara og þúsundþjalasmiði frá Syðra-Garðshorni. Myndin var slegin á 120.000 krónur, sem var hæsta verð á ljósmynd á uppboðinu.

Eina málverkið á uppboðinu, Rákað eftir Þorlák Kristinsson – Tolla. Slegið á 180.000 krónur.

Vinir Ingólfs í ljósmynda- og prentpransanum stóðu að uppboðinu og Gallerí Fold annaðist framkvæmd þess. Allir gáfu uppboðsmuni og vinnu sína við uppboðið, þar á meðal Hótel Borg sem lagði til Gyllta salinn og veitingar fyrir gesti.

Ingólfur glímir við erfið veikindi, eins og greint hefur verið frá fyrr hér á Svarfdælasýsli.

Ætla má að uppboðið skili um 2,3 milljónum króna, að meðtöldu lögbundnu höfundarréttargjaldi sem einnig rennur í söfnunarsjóðinn (óstaðfest tala!).

Ingólfur sjálfur tók tvær ljósmyndanna sem boðnar voru upp og önnur þeirra, Öskublómi, var sú sem næstmest fékkst fyrir, 100.000 krónur.

Eyjafjallajökull eftir Ragnar Th. Sirurðsson. Ein þekktasta eldgosamyndin , birt í fjölmiðlum um víða veröld.

Eldgosin í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi urðu ýmsum ljósmyndurum yrkisefni í verkum sínum eins og sannaðist á uppboðinu. Margar myndir tengdust gosunum og þarna var til dæmis boðin upp sú ljósmynd sem trúlega fór víðast um heimsbyggðina, Eyjafjallajökull eftir Ragnar Th. Sigurðsson. Sú var slegin á 95.000 krónur.

Alls voru 49 ljósmyndir boðnar upp og tvær myndavélar, önnur gjöf frá Nýherja en hin með óframkallaðri filmu í með myndum eftir nokkra þekkta ljósmyndara. Sá sem keypti síðarnefndu vélina á 70.000 krónur hefur því vafalaust gert góð kaup.

Eitt málverk var boðið upp, nýmálað eftir sjálfan Tolla. Það var slegið á 180.000 krónur og eigandi þess getur örugglega hrósað happi.

Sjálfur uppboðshaldarinn Jóhann Ágúst Hansen, myndaði söngkonuna Björk 1988. Sú var slegin var á 60.000 krónur.

Jóhann Ágúst Hansen uppboðshaldari kvaðst hafa komið að uppboðum í tvo áratugi og ljósmyndir hefðu aldrei gengið vel á slíkum samkomum. Hann hikaði ekki við að segja að uppboðið í kvöld væri hið stærsta  á ljósmyndum á Íslandi fyrr og síðar.

Ábyggilega hefði hann getað bætt því við að allt annar söfnuður væri í salnum en gerist og gengur þegar málverk eru boðin upp. Næsta víst er að enginn hefði gengið af venjulegu uppboði með nýtt Tollamálverk undir hendinni fyrir innan við 200.000 krónur.

Þetta var hins vegar ekkert venjulegt uppboð og njóti Ingó góðs af öllu saman.

Heimsfræg mynd Júlíusar Sigurjónssonar af Tom Cruise og Katie Holmes röltandi í miðborg Reykjavíkur sumarið 2012. Síðasta myndin sem tekin var af þeim saman áður en frú Holmes fleygði karlinum á dyr og rifti hjónabandinu. Slegin á 65.000 krónur.

Tveggja fermetra portrett af Hallgrími Thorsteinssyni útvarpsmanni. Mynd eftir Gassa, slegin á 24.000 krónur.

Bjarni Ben. og Steingrímur J. í sjómanni. Mynd eftir GeiraX, slegin á 120.000 krónur.

Fleiri mættu til uppboðs en stólar voru fyrir í Gyllta salnum á Borginni.

Jón Gnarr borgarstjóri mætti til uppboðs og gaf sem boðin var upp.

Gestir á uppboðinu.

Mynd eftir Jón Gnarr boðin upp og seld hæstbjóðanda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s