Stjórnmálaforingjarnir Bjarni Ben. og Steingrímur Joð takast á með orðum í vinnunni svona dagsdaglega en ljósmyndarinn GeiriX fékk þá til að sitja fyrir í sjómanni, gaf myndina til uppboðs á Hótel Borg í kvöld til stuðnings Ingólfi Júlíussyni – Ingó, ljósmyndara og þúsundþjalasmiði frá Syðra-Garðshorni. Myndin var slegin á 120.000 krónur, sem var hæsta verð á ljósmynd á uppboðinu. Lesa meira
Dagur: 25.11.2012
Svo brytjum við grísina, Grundarmenn
StaðlaðEini gallinn við Svarfdælasögu hina nýrri eftir Þórarinn Eldjárn er að hún er ekki nema 164 blaðsíður! Lesandinn þiggur meira af svo góðum texta en þá er bara að byrja á nýjan leik og lesa aftur. Hafi sagan legið við frumkynnin steinliggur hún við hinn síðari lestur. Rétt eins og gerist með tvíreykta hangiketið: síðari umferðin í kófinu gerir útslagið. Lesa meira