Gestastraumur á Sýslið

Staðlað

Helgarfréttirnar á Svarfdælasýsli fara víða í Vefheimum. Gestastraumurinn í gær (sunnudag) og í dag (mánudag) er margfaldur á við það sem sést hefur frá því Sýslið spratt upp á Vefnum í mars 2012. 

Frásögn af Röggu og nýju ljósmyndabókinni hennar var mest lesna greinin í gær á öllum heimasíðum á Íslandi í WordPress vefumsjónarkerfinu. Ekki liggja á lausu hve margar íslenskar heimasíður eru til í WordPress en þær eru heill hellingur og þeim fjölgar dag frá degi. WordPress er reyndar vinsælasta vefumsjónarkerfi veraldar nú um stundir, ef marka má tölfræðilegar upplýsingar um slík fræði.

Klukkan átta að morgni mánudags var svo frásögn af sjóslysunum miklu við Norðurland 1963 komin á toppinn á íslenskumWordPress-síðum:

Staðan breyttist strax kl. 10 að morgni mánudags þegar Ragga hirti forystusætið á nýjan leik:

Frásagnir á Sýslinu eiga þannig í innbyrðis baráttu um efsta sæti vinsældalistans …

Upplýsingakerfi WordPress er þannig upp byggt að það tekur vinsælustu frétt hverrar heimasíðu í kerfinu hverju sinni en aðeins eina grein af hverri síðu.

Ef gestafjöldi allra greina á öllum síðum réði ferðum ætti Svarfdælasýsl þrjár fréttir meðal þeirra tíu vinsælustu á WordPress-heimasíðunum í dag, því frásögn af Þrándi endurreisnarmálara Þórarinssyni frá Tjörn hefur sótt verulega í sig veðrið og klifrar hratt upp vinsældalistann. Menningin tekur seint við sér en nær drjúgu skriði þegar hún á annað borð mjakast af stað.

Frétt um áskriftarherferð Norðurslóðar er fjórða fréttin sem birt var um helgina og sú hefur prílað langt upp á listann líka.

Þetta er því góð helgi á Svarfdælasýsli og gestir þess fá að sjálfsögðu góðar kveðjur frá húsráðanda þar á bæ.

Mánudagur 19. nóvember – Þrándur málari kominn í fyrsta sætið. Nú fara leikar að æsast á Sýslinu …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s