Endurreisnarmálarinn frá Tjörn

Staðlað

Þrándur Þórarinsson Hjartarsonar frá Tjörn og Katjönu opnaði í dag málverkasýningu í húsinu sem hýsti áður Óperuna í Reykjavík. Myndlistin er mögnuð og umgjörð sýningarinnar aðlaðandi. Þetta er ekki sýningarsalur í venjulegum skilningi heldur betri stofur með tilheyrandi húsgögnum og andrúmslofti.

Listmálarinn Þrándur við æðislega mynd sem hann seldi þegar hún var enn á trönum á vinnustofunni hans. Hér er Gulliver í Putalandi kominn til Reykjavíkur, hallar sér upp að Landakotskirkju og spáir í lífið á sundunum.

Ótrúlegt en satt að listamaður sem fæddur er 1978 máli í anda þjóðernisrómantíkur, barokks og renaissance – endurreisnar, listastefnu sem á víst rætur að rekja til Ítalíu um 1400!

Það kemur þá ekki sérlega á óvart að lærimeistarar Listaháskóla Íslands töldu að Þrándur hefði lítið að sækja þangað og sambýli hans og skólans varði í eitt ár ár eða svo. Hann gerðist þá lærisveinn Norðmannsins Odds Nerdrum, sem bjó í Reykjavík um hríð. Áhrifa Norðmannsins gætir greinilega í list Þrándar.

Sjón er sögu ríkari. Sjáið sýninguna hans Þrándar í gamla Óperuhúsinu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s