Góður portrettsmiður nær langt inn fyrir skinn fyrirsætunnar og birtir okkur sjálfan karakterinn ljóslifandi. Það tekst Ragnheiði Arngrímsdóttur svo sannarlega í bókinni sinni sem kom út í dag og kynnt var með bravúr í teiti í Máli og menningu. Lesa meira
Dagur: 17.11.2012
Fjölgum vinum Norðurslóðar!
StaðlaðSvarfdælska blaðið Norðurslóð gæti þegið fleiri áskrifendur og Hjörleifur Hjartarson, útgefandi og ritstjóri, býður þeim sem slá til nú að fá jólablaðið 2012 í kaupbæti með áskriftargjaldi fyrir árið 2013 sem er 5.800 krónur. Lesa meira
Endurreisnarmálarinn frá Tjörn
StaðlaðÞrándur Þórarinsson Hjartarsonar frá Tjörn og Katjönu opnaði í dag málverkasýningu í húsinu sem hýsti áður Óperuna í Reykjavík. Myndlistin er mögnuð og umgjörð sýningarinnar aðlaðandi. Þetta er ekki sýningarsalur í venjulegum skilningi heldur betri stofur með tilheyrandi húsgögnum og andrúmslofti. Lesa meira