Ólafsfirðingar sunnan heiða í siginni Sægreifaveislu

Staðlað

Glatt var á hjalla í lávarðadeild Sægreifans í hádeginu í dag, sem sagt í salnum uppi í þessu merka veitingahúsi við Reykjavíkurhöfn. Brottfluttir Ólafsfirðingar sunnan heiða hittust til að skrafa yfir signum fiski og í hópnum reyndist vera einn af tengdasonum Svarfaðardals. Þegar það lá ljóst fyrir var leiðin greið fyrir góða nærsveitamenn inn á víðar lendur Svarfdælasýslsins.

Lesa meira

Bjarni Ben. og Steingrímur J. boðnir upp til styrktar Ingó frá Syðra-Garðshorni

Staðlað

Stjórnmálaforingjarnir Bjarni Ben. og Steingrímur Joð takast á með orðum í vinnunni svona dagsdaglega en ljósmyndarinn GeiriX fékk þá til að sitja fyrir í sjómanni, gaf myndina til uppboðs á Hótel Borg í kvöld til stuðnings Ingólfi Júlíussyni – Ingó, ljósmyndara og þúsundþjalasmiði frá Syðra-Garðshorni. Myndin var slegin á 120.000 krónur, sem var hæsta verð á ljósmynd á uppboðinu. Lesa meira

Svo brytjum við grísina, Grundarmenn

Staðlað

Eini gallinn við Svarfdælasögu hina nýrri eftir Þórarinn Eldjárn er að hún er ekki nema 164 blaðsíður! Lesandinn þiggur meira af svo góðum texta en þá er bara að byrja á nýjan leik og lesa aftur. Hafi sagan legið við frumkynnin steinliggur hún við hinn síðari lestur. Rétt eins og gerist með tvíreykta hangiketið: síðari umferðin í kófinu gerir útslagið. Lesa meira

Ljósmyndauppboð til stuðnings Ingólfi frá Syðra-Garðshorni

Staðlað

Veglegt ljósmyndauppboð til stuðnings sveitunga okkar, Ingólfi Júlíussyni, verður í Gyllta salnum á Hótel Borg á sunnudagskvöldið kemur, 25. nóvember, kl. 19:00. Ingólfur er á Landspítala vegna alvarlegra veikinda og vinir hans  í ljósmyndunarfaginu vilja rétta honum og fjölskyldunni hjálparhönd Lesa meira

Bautasteinn og heimildarmynd um mannskaðaveðrið við Norðurland 1963

Staðlað

Hinn 9. apríl 2013 verður nákvæmlega hálf öld liðin frá því mannskætt fárviðri varð ellefum sjómönnum norðanlands að aldurtila, þar af sjö Dalvíkingum í blóma lífsins. Sjómönnunum frá Dalvík verður af þessu tilefni reistur bautasteinn fremst á norðurgarði hafnarinnar og unnið er að heimildarmynd um sjóslysin. Lesa meira

Ragga ljósmyndari og fólkið í landinu

Staðlað

Góður portrettsmiður nær langt inn fyrir skinn fyrirsætunnar og birtir okkur sjálfan karakterinn ljóslifandi. Það tekst Ragnheiði Arngrímsdóttur svo sannarlega í bókinni sinni sem kom út í dag og kynnt var með bravúr í teiti í Máli og menningu. Lesa meira