Fullt hús á Loka þegar Svarfdælir sötruðu vorkaffi

Staðlað

Kaffibandið á útopnu: Sindri, Jón Kjartan, Magni og Kitta.Vorkaffi var fastur liður í starfsemi Svarfdælingafélagsins í Reykjavík sáluga og lognaðist út af með því. Óhætt er að segja að óformlegur félagsskapur Svarfdælinga sunnan heiða hafi myndast með bjórkvöldunum í Kópavogi í fyrra og á Kaffi Loka á Skólavörðuholtinu nú. Ein helsta sprautan í samkomuhaldinu er Sindri Heimisson og auðvitað varð það hann sem beitti sér fyrir því að vorkaffið yrði endurvakið. Gestgjafarnir á Loka, Hrönn og Þórólfur, skutu að sjálfsögðu skjóli yfir Svarfdælinga í tilefni vorkomunnar í dag. Loki er reyndar orðinn félagsheimili svarfdælska þjóðarbrotsins syðra í hjarta höfuðborgarinnar.

Skemmst er frá að segja að vorkaffið tókst í alla staði vel. Hvert sæti var skipað og þeir sem ekki höfðu stigið fæti þar inn fyrir dyr áður láta ekki segja sér tvisvar að koma á nýjan leik síðar. Staðurinn sjálfur er afskaplega viðkunnanlegur og veitingar sviku ekki frekar en fyrri daginn. Heimabakað flatbrauð og rúgbrauð með plokkfiski, reyktum silungi og síld. Pönnukökur með rjóma voru líka á borð bornar og heita súkkulaðið er svo fjarri því að vera duft í vatni. Á Loka er súkkulaðið súkkulaði í raun, meira að segja Síríus konsúm. Þarna er allt ekta og gott.

Sindri Heimis setti saman sérstak kaffiband til að syngja og spila fyrir gesti, allt gegnheilir Svardælingar að sjálfsögðu: hann sjálfur með nikkuna, Jón Kjartan Ingólfsson á kontrabassa, Magni Gunnarsson, gítar + söngur og svo Kitta Jóhannsdóttir Dan, söngkonan sem kippir í kynið.

Hin hliðin á velheppnuðu vorkaffigiggi Sindra er sú að hann hefur haft af okkur bjórkvöld um tveggja mánaða skeið á þeirri forsendu að Svarfdælingar megni ekki að drekka drekka síðdegiskaffi á sunnudagssíðdegi og bjór á föstudagskveldi í sama mánuði. Hvar hann hefur lært þá líffræði er ekki gott að segja en rétt er hér og nú að lýsa yfir vilja til bjórkvölds á Loka föstudagskvöldið 1. júní. Samráð hefur hvorki verið haft við veitingahaldara né Sindra um málið og það verður því þeirra vandi að bægja ölþyrstum Svarfælingum frá Skólavörðuholti með gildum rökum þegar þar að kemur.

Niðurtalning fyrir næsta bjórkvöld hefst með öðrum orðum hér með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s