Unna Maja: „Hlýjar hugsanir hjálpa“

Staðlað

Unna Maja með tölvuna góðu heima hjá sér fyrir hvítasunnuhelgina. Rögnvaldur Már Helgason tók hús á henni og tók meðfylgjandi myndir.

Frænkur Unnar Maríu Hjálmarsdóttur á höfuðborgarsvæðinu blása til lokasóknar í fjársöfnun sem þær hófu í lok aprílmánaðar henni til stuðnings í glímunni við illviðráðanlegt krabbamein. Sigrún K. Óskars, Halla Jónasar og Inga Snorra fóru upphaflega af stað innan Jónshúsættarinnar á Dalvík til að safna fyrir fínni fartölvu og öllu tilheyrandi handa Unnu Maju og ákváðu síðan að gefa fleirum kost á þvi að sýna hug sinn í verki með því að gefa í söfnunina. Lesa meira

Sögubrot um Grétu á Bakka

Staðlað

Gréta á Bakka t.v. og Stella á Hæringsstöðum í Svarfdælingakaffinu.

Kunnuglegt andlit konu á vorkaffi Svarfdælingafélagsins á Kaffi Loka á dögunum. Með henni var Stella frá Hæringsstöðum, enginn vafi. Sú kunnuglega reyndist vera Gréta á Bakka. Stella og Gréta eru jafnaldra, fæddar lýðveldisárið 1944, gengu saman í Húsabakkaskóla og fermdust á Urðum 1958. Þær höfðu ekki hist áratugum saman þegar granni Grétu, kona ein í Svínadal, minntist á Stellu. Þær höfðu verið saman í húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði og héldu sambandi. Í framhaldinu náðu þær saman á ný, Gréta og Stella, og mættu í vorkaffi Svarfdælinga! Lesa meira

Lífeindafræðingur gerðist gistihússrekandi

Staðlað

Arna í svítunni, stærsta leiguherberginu í Áskoti. Hér væsir ekki um gesti!

Örnu í Lundi dreymdi árum saman um að reka gistihús. Draumurinn rættist seint og um síðir en Arna fór reyndar ýmsar óvenjulegar krókaleiðir að markinu. Hún lærði meinatækni, fag sem nú heitir lífeindafræði, vann sem lífeindafræðingur í mörg ár á Landspítala og síðar í Íslenskri erfðagreiningu. Svo gerðist hún um hríð sölumaður hjá fyrirtækinu Inter og sankaði að því kaupendum að hjartastuðtækjum og fleiri græjum. Lesa meira

Það er bara einn Júlli Jónasar …

Staðlað

Við stjórnborð allra ljósanna í sal og á sviði. Mynd: ARH

… og hann er oftast að finna í Salnum, því magnaða tónlistarhúsi í Kópavogsbæ. Júlíus Jónasson er titlaður tæknistjóri og fóstrar sem slíkur tól og tæki fyrir hljóð, ljós og upptökur á vettvangi. Stýrigræjunum er þannig fyrir komið að hann geti samtímis verið í hlutverkum hljóðmanns og ljósamanns á tónleikum. Að geta sameinað slík embætti svo vel fari er fáum gefið en Júlli er ekkert venjulegur og hefur aldrei verið. Lesa meira

Fullt hús á Loka þegar Svarfdælir sötruðu vorkaffi

Staðlað

Kaffibandið á útopnu: Sindri, Jón Kjartan, Magni og Kitta.Vorkaffi var fastur liður í starfsemi Svarfdælingafélagsins í Reykjavík sáluga og lognaðist út af með því. Óhætt er að segja að óformlegur félagsskapur Svarfdælinga sunnan heiða hafi myndast með bjórkvöldunum í Kópavogi í fyrra og á Kaffi Loka á Skólavörðuholtinu nú. Ein helsta sprautan í samkomuhaldinu er Sindri Heimisson og auðvitað varð það hann sem beitti sér fyrir því að vorkaffið yrði endurvakið. Gestgjafarnir á Loka, Hrönn og Þórólfur, skutu að sjálfsögðu skjóli yfir Svarfdælinga í tilefni vorkomunnar í dag. Loki er reyndar orðinn félagsheimili svarfdælska þjóðarbrotsins syðra í hjarta höfuðborgarinnar. Lesa meira