
Unna Maja með tölvuna góðu heima hjá sér fyrir hvítasunnuhelgina. Rögnvaldur Már Helgason tók hús á henni og tók meðfylgjandi myndir.
Frænkur Unnar Maríu Hjálmarsdóttur á höfuðborgarsvæðinu blása til lokasóknar í fjársöfnun sem þær hófu í lok aprílmánaðar henni til stuðnings í glímunni við illviðráðanlegt krabbamein. Sigrún K. Óskars, Halla Jónasar og Inga Snorra fóru upphaflega af stað innan Jónshúsættarinnar á Dalvík til að safna fyrir fínni fartölvu og öllu tilheyrandi handa Unnu Maju og ákváðu síðan að gefa fleirum kost á þvi að sýna hug sinn í verki með því að gefa í söfnunina. Lesa meira