Söngfugl með svarfdælskar rætur

Staðlað

Ágúst pabbi, Steinunn Guðný díva, Steinunn Guðný amma og Anna mamma.

Svarfdælskur söngfugl flaug úr hreiðri Listaháskóla Íslands á útskriftartónleikum í Fella- og Hólakirkju í kvöld og fór á kostum; Steinunn Guðný Ágústsdóttir mezzósópran sýndi hvað í henni býr. Leggið nafn hennar á minnið, það á eftir að heyrast oft á opinberum vettvangi í framtíðinni.

Hverra manna er svo söngfuglinn? Byrjum á ömmu og afa: Steinunni Guðný Pétursdóttur og Jóhannesi Haraldssyni. Hún er systir Jóhanns Svarfdælings, hann var bróðir Hrannar, Lárusar og Hjalta í Ytra-Garðshorni. Steinunn og Jóhannes bjuggu lengi á Dalvík, þar áður í Laugahlíð í Svarfaðardal.

Steinunn Guðný eldri er eldhress, syngur í kór aldraðra  á Akureyri og lætur sig ekki muna um að koma suður til að hlýða á nöfnu sína brillera á útskriftartónleikum. Hún er í fylgd Sigurjónu dóttur sinnar og foreldra nýútskrifuðu dívunnar, Önnu Jóhannesdóttur og Ágústs Hafsteinssonar, sem búa líka á Akureyri.

Tónleikarnir voru bara unaðslegir! Það þarf ekkert að fjasa frekar um það, heyrið bara fáein tóndæmi frá lokum og hápunkti tónleikanna …

Steinunn Guðný er MA-ingur (að sjálfsögðu), útskrifuð 2008 og hefur undanfarin ár verið í söngnámi í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur söngkennara og Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Margir fleiri tónlistarmenn hafa þjálfað Steinunni og þeim hefur tekist einkar vel upp, enda efniviðurinn góður og ræturnar svíkja ekki.

Stelpan er þessi líka fína söngkona og óhætt að óska Svarfdælingum til hamingju með daginn. Við sláum eign okkar á dívuna strax við útskrift!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s