Baráttukveðjur til Unnu Maju

Staðlað

Unna Mæja prófar nýju tölvuna, Sigrún Óskars fylgist með. Símamynd: Inga Snorra.

Frænkur Unnar Maríu Hjálmarsdóttur færðu henni fartölvu, tösku utan um hana, heyrnartól og netpung, til að komast í samband við umheiminn, á sjúkrasæng á Landspítalanum um helgina. Unna Maja, dóttir Sólveigar og Bomma á Dalvík og systir Hjálmars leikara og bæjarfulltrúa í Kópavogi (til upplýsingar fyrir Svarfdæli sunnan heiða), greindist nýlega með krabbamein og er í geislameðferð á Landspítala. Hún gæti þurft að vera mikið á ferðinni milli Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala næstu mánuði. Frænkum hennar þótti ófært annað en hún réði yfir tölvu til að geta verið í sambandi við börnin sín og barnabörn á þessum erfiðu tímum fyrir hana og aðstandendur hennar.

Sigrún Kristjana Óskarsdóttir Jónssonar hafði frumkvæði að því að hefja söfnun innan Jónshúsættarinnar, þ.e. meðal afkomenda Jóns og Rósu í Nýjabæ á Dalvík. Hún hóaði af þessu tilefni í frænkur sínar tvær hér syðra, Ingu Snorra og Höllu Jónasar. Skemmst er frá að segja að tölvan var keypt í hvelli og afhent fjórðu frænkunni, Unnu Maju, eftir að búið var að setja í græjuna þann hugbúnað sem þær héldu að væntanlegur eigandi hefði not fyrir.

Inga Snorra tók mynd af nýja tölvueigendanum prófa græjuna á spítalanum á laugardaginn var. Með henni á myndinni er Sigrún Óskars.

Sendur hefur verið tölvupóstur út og suður af þessu tilefni undanfarna daga og vitnað þar í söfnun sem Sigrún stofnaði til í samstarfi við frænkur sínar sunnan heiða fyrir þremur árum. Einhverjir rugludallar höfðu þá valdið spjöllum á leiðum og legsteinum í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, meðal annars á legsteini á leiði frændsystkinanna Kristínar Jónsdóttur frá Nýjabæ, ömmusystur þeirra, og Friðþjófs Þosteinssonar Jónssonar, kaupmanns í Baldurshaga, sem bæði létust innan við tvítugt á Vífilsstaðaspítala.  Þær frænkur söfnuðu fjármunum skjótt og örugglega til að borga fyrir viðgerð á leiðinu.

Marga fleiri langar að styrkja Unnu Maju og senda henni um leið hlýjar hugsanir og baráttukveðjur. Ákveðið var því að stofna sérstakan reikning í Sparisjóði Svarfdæla.

Sigurlaug Stefánsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Dalvíkur, tók að sér að gerast trúnaðarmaður söfnunarinnar, sem gert er ráð fyrir að standi út maímánuð.  Söfnunin ber yfirskriftina Baráttukveðjur til Unnu Maju. Söfnunarreikningurinn er á kennitölu Sigurlaugar og hún ein hefur aðgang að reikningnum. Að söfnun lokinni verða peningarnir afhentir Unnu Maju og reikningnum lokað.

  • Söfnunarreikningurinn er í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík. Tilheyrandi númer eru 1177-15-200602, kt. 070552-4189.

Frænkurnar sem standa að söfnuninni þakka af alhug hlýhug sem þær hafa mætt hjá öllum sem þær hafa leitað til og óska Unnu Maju alls hins besta. Hún og aðstandendur hennar þurfa á stuðningi okkar að halda.

Ein athugasemd við “Baráttukveðjur til Unnu Maju

  1. Baráttukveðjur elsku Una með góðri kveðju úr Skagafirðinum Guðný Jóhannesdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s