Baráttukveðjur til Unnu Maju

Staðlað

Unna Mæja prófar nýju tölvuna, Sigrún Óskars fylgist með. Símamynd: Inga Snorra.

Frænkur Unnar Maríu Hjálmarsdóttur færðu henni fartölvu, tösku utan um hana, heyrnartól og netpung, til að komast í samband við umheiminn, á sjúkrasæng á Landspítalanum um helgina. Unna Maja, dóttir Sólveigar og Bomma á Dalvík og systir Hjálmars leikara og bæjarfulltrúa í Kópavogi (til upplýsingar fyrir Svarfdæli sunnan heiða), greindist nýlega með krabbamein og er í geislameðferð á Landspítala. Hún gæti þurft að vera mikið á ferðinni milli Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala næstu mánuði. Frænkum hennar þótti ófært annað en hún réði yfir tölvu til að geta verið í sambandi við börnin sín og barnabörn á þessum erfiðu tímum fyrir hana og aðstandendur hennar. Lesa meira

Söngfugl með svarfdælskar rætur

Staðlað

Ágúst pabbi, Steinunn Guðný díva, Steinunn Guðný amma og Anna mamma.

Svarfdælskur söngfugl flaug úr hreiðri Listaháskóla Íslands á útskriftartónleikum í Fella- og Hólakirkju í kvöld og fór á kostum; Steinunn Guðný Ágústsdóttir mezzósópran sýndi hvað í henni býr. Leggið nafn hennar á minnið, það á eftir að heyrast oft á opinberum vettvangi í framtíðinni. Lesa meira