Díva í „dómssalnum“

Staðlað

Farsímamynd af Kristjönu & Co í gærkvöld.

Mikið ljómandi áttum við notalega stund í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld sem hlýddum á Kristjönu Arngrímsdóttur á Tjörn syngja nokkur lög af tangóplötunni sinni. Með henni komu fram Örn sonur hennar Eldjárn á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Daníel Þorsteinsson á píanó.

Fyrri hluti tónleikanna var líka svellandi tangó, söngkona sem Svana heitir og ég kann ekki deili á. Svarfdælingur er hún alla vega ekki en ljómandi góð söngkona samt! Með henni var band sem kallar sig Tango Mate. Fín músik og fínn flutningur en vér Svarfdælingar litum nú aðallega á þennan hluta dagskrár sem upphitun fyrir dívuna okkar að norðan.

Skemmst er frá að segja að Kristjana fór á kostum og söng unaðslega. Henni leið greinilega vel á þessum stað og á þessari stundu. Viðtökur áheyrenda voru líka í samræmi við frammistöðuna. Hljómsveitin gaf heldur ekkert eftir og átti góðan dag. Óhjákvæmilegt er að nefna Daníel þar sérstaklega til sögunnar. Maðurinn er aldeilis ótrúlega flottur og skemmtilegur píanisti.

Þjóðmenningarhúsið hefur undanfarna daga verið vettvangur réttarhalda yfir Geir H. Haarde. Út af fyrir sig er vafasamt uppátæki að breyta húsakynnum, kenndum við þjóðmenningu, í dómssal. Ólíkt menningarlegra var nú að skipta út landsdómi og réttarhaldinu öllu fyrir Kristjönu á Tjörn. Þá stóð nú húsið undir nafni og rúmlega það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s