Ýtumaður frá Ingvörum

Staðlað

Hallur við stjórnvölinn í gröfunni.

„Ég flutti til Reykjavíkur 1998 og hóf vinnu hjá fyrirtækinu Völur ehf. sem meðal annars byggði grjótgarð við Dalvíkurhöfn. Árið 2000 kom Anna suður á eftir mér og  starfar nú hjá Félagi aðstandenda alzheimersjúklinga – FAAS,“ segir Hallur Steingrímsson frá Skáldalæk, sem á og rekur verktakafyrirtækið Ýtumanninn ehf. á ásamt eiginkonunni Önnu Sveinbjörnsdóttur frá Skáldalæk.

Við Hallur heilsuðum upp á göfu félagsins í rigningarsudda á sunnudegi þar sem hún stóð við Vesturlandsveginn í hvíldarstellingu og beið eftir að verða ræst út í næsta verkefni. Þetta er mikil og flott græja af Hitachi-gerð og hefur víða komið við sögu í jarðvinnuverkefnum á höfuðborgarsvæðinu.

Eftir að hafa verið hjá Veli í stuttan tíma réði Hallur sig til starfa hjá verktakafyrirtækinu Háfelli og var þar í fjögur ár. Síðan flutti hann sig til verktakafyrirtækisins Ístaks og var þar í tvö ár eða til 2006.

„Það ár  stofnuðum við svo Ýtumanninn ehf. Fyrsta fjárfesting og vinnutæki félagsins var jarðýta sem við áttum í tvö og hálft ár og keyptum þá gröfuna sem við eigum enn. Fyrir norðan eigum við gamla jarðýtu Ræktunarsambands Svarfdæla sem kom kom fyrst í Svarfaðardal á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1973. Hún verður notuð þegar við fáum verkefni fyrir hana.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s